Klaufinn ég !!

...að hafa ekki byggt hús á mínum yndislegu æskustöðvum á meðan að pabbi hafði brauðið þar.  Ég hefði ábyggilega sinnt jörðinni vel og vendilega, haft bæði kýr, kindur, ketti og geitur.  Og hefði séð um æðarvarpið, sem við n.b. systkinin gerðum reyndar eftir að pabbi hafði litla heilsu til.  En vorum klaufar að byggja ekki hús á jörðinni.  Reyndar byggði pabbi útileguhús út í Andey, á sína fyrirhöfn og sinn kostnað og fékk ekki krónu fyrir er hann lét af störfum sakir aldurs og heilsu. 

Ef ég hefði bara byggt hús á Kolfreyjustað þá gæti ég líkast til krafist þess að fá að halda jörðinni !! eða hvað ?  En aldrei datt okkur nokkuð í þá átt í hug systkinunum öllum 7, vissum sem var að þetta væri jörð í eigu kirkjunnar og hefði verið frá örófi alda og svo á áfram að vera.  Viljum að sjálfsögðu að Kolfreyjustaður sé prestsetur um ómunatíð.

En mikið þykir mér innilega vænt um Kolfreyjustaðinn minn, svo vænt get ég sagt ykkur að einkadóttir mín heitir eftir honum,- Kolfreyja.


mbl.is Sala Laufáss ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband