Sjálfgefið

Ég hef skoðað nokkur blogg í tengslum við þessa frétt og sé að margir líta svo á að Ingibjörg sé að hóta Sjálfstæðisflokknum.  Ég er alls ekki á sama máli. Mér finnst þetta alls ekki vera hótun,- heldur eingöngu bent á augljósar staðreyndir.  Mér finnst það svo borðleggjandi að ef að flokkarinir eru ekki samstíga í þessu risastóra máli,- (sem er komið inn á borð hvort sem flokkarnir vildu eður ei) þá springur stjórnin.  Rétt eins og hjá hjónum sem  þurfa að flytja ( t.d. vegna kreppunnar og afborganna o.s.frv.) en geta ekki komið sér saman um hvert hlýtur skilnaður að vera það eina í stöðinni.  Það er engin hótun,- bara bláköld staðreynd !!!

Ég vil ekki líta á hreinskilni Ingibjargar sem hótun,- flott hjá henni að segja hlutina eins og þeir blasa við.  Er það ekki það sem hefur verið beðið um.  Hreinskilni í pólitíkina og hætta að fara alltaf í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut.

 


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlegt vetrarveður !!

Yndislega fallegt úti núna.  Algjör stilla, smá frost og heiður himinn.  Birtan ljós-blá-grá.  Ég og börnin mín ætlum að jólast alla helgina.  Jólaleikrit í dag, aðventuhátíð sunnudagaskólans í fyrramálið (þar sem dóttir mín syngur Happy;), höggvum okkur jólatré eftir hádegi og förum síðan að syngja inn jólin í Akureyrarkirkju.  Þetta verður dásamlegt, rétt eins og veðrið !!

Bloggfærslur 13. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband