stigbreyting !!

Hlustaði á handboltakappa hjá FH- við höfðum bara meira gaman af þessu ....sagði hann,- meira gaman !! mér finnst að hann hefði frekar átt að segja,- það var skemmtilegra hjá okkur.  Hlustaði líka á nokkra fyrirlestra á ráðstefnu á föstudag og laugardag og tók eftir þessu notkunarleysi á miðstigi lýsingarorða.  Þeim þykir meira vænt um.....betra væri að segja þeim þykir vænna um. Ég varð meira dugleg......auðvitað á að segja duglegri.  Þetta eru líkast til áhrif úr ensku....more this and that !! 

Mér þætti betra ( gott-betra-best) og réttara ( rétt-réttara-réttast) að nota hina íslensku stigbreytingu í talmáli okkar !!   ( það yrði svo miklu meira gaman !!! )

 


Bloggfærslur 9. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband