Gamall kveðskapur

Imba systir sendi mér þennan tölvupóst.  Verð að deila þessu með ykkur.   Takk fyrir Imba.

 

Svo orti Örn Arnarson árið 1932 um Odd sterka af Skaganum.

En þetta gæti verið ort í dag..

Kveðja,

IÞÞ

 

 

5. ríma - brot.

----

Þetta er mikið þjóðargrand,

þjóðarskútan orðin strand,

aldrei hefir okkar land

yfir dunið þvílíkt stand.

Íhald stýrði rangt og ragt,

rak af leið og skemmdi fragt,

í skuldakví var skútu lagt;

skömm er endi á heimskra magt.

Framsókn tók þá far að sér,

fórst þó ekki betur en ver,

kuggnum renndi á kreppusker,

kjölurinn sundir genginn er.

--

--

Íhald lastar Framsókn frekt,

Framsókn lýsir íhalds sekt,

kjaftæðið er kátbroslegt,

kuggurinn lekur eins og trekt.

--

6. ríma.

--

--

Vandasamt er sjómanns fag,

sigla og stýra nótt og dag.

Þeir, sem stjórna þjóðarhag,

þekkja varla áralag.

Eftir mikið þras og þóf

þingið upp til valda hóf

menn, sem hafa ei pungapróf,

piltar, það er forsmán gróf.

Aldrei bröndu Ási dró,

aldrei þekkti stag frá kló,

aldrei meig í saltan sjó.

-Sá held ég að stjórni þó.

--

Örn Arnarson 1932


Hæstvirtur forsætisráðherra.....

Þetta er forsætisráðherra okkar að tjá sig um einn þegna sinna.  Mér finnst þetta alveg með gjörsamlegum ólíkindum. 

 

Af visi.is

Forsætisráðherra kallar Helga Seljan fífl og dóna

Geir Haarde kallaði Helga Seljan fréttamann Kastljóssins fífl og dóna á blaðamannafundi í Iðnó í dag. Helgi reyndi á fundinum að bera fram spurningu en Geir greip fram í fyrir honum og lauk fundinum.

Þegar Helgi stendur upp og gengur út úr salnum heyrist Geir hvísla að Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa að Helgi sé fífl og dóni.

Hægt er að sjá myndband af atburðinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.


Bloggfærslur 9. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband