Einu sinni var....
31.10.2008 | 22:52
....bullandi atvinna í þorpinu. Stöndugar útgerðir gerðu út aflaskip sem komu drekkhlaðin að landi,- löndunargengið mætt á bryggjuna,- landað,- í kæli, gegnum vélar og fram í vinnslusal þar sem var snyrt og pakkað......og svo framvegis þar til aflinn var orðinn að vöru til útflutnings. Og langflestir í þorpinu fengu útborgað vikulega ( í mínu þorpi kom Gunnar út í frystihús á föstudögum og þá var stundum löng pása þegar beðið var í röð eftir umslaginu). Síðan kom kvótasetning,- útgerðir fengu eignarhald á kvóta, seldu, leigðu, erfðu og bitust um við skilnaði......allt í einu var farið að búa til fullt af pening. Safnaðist á fárra manna hendur sem seldu kvóta burt frá þorpunum. Fólkið eftir atvinnulaust,- verðlaus hús, en íbúðarlánin í fullu gildi ( var það síðan ekki frægt þegar bankarnir hófu íbúarlánin sín að þá gat fólk sem var búsett í þessum þorpum ekki fengið lán,- og endurfjármagnað sínar eigur ?). Þorpin að sjálfsögðu án útsvarsgreiðenda og atvinnutækifæra. Og hvurt fóru kallarnir sem áttu kvótann ? Já, alveg rétt.........í bankabissness !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)