Heim...heim og heim...

Komin heim eftir gagnlega starfs- og skemmtidvöl í höfuðhreppnum.  Starfsdvölinni eyddi ég á frábærri ráðstefnu,- Listin að læra og það var svosem alveg skemmtidvöl líka.  Mér finnst nefnilega skemmtilegt í vinnunni minni ;)  en síðan tók enn meiri skemmtun við,- að hitta barnabörnin,- að hitta góða vini ( og leiðinlegan kall sbr. fyrri færslu),- að hitta barnabörnin,- að hitta frumburðinn og tengdadótturina,- að hitta barnabörnin,- að passa barnabörnin,- og að hitta Steinvöru sys og familí og Lúkas afa og frú og að hitta barnabörnin ;)

Það var svo mikill snjór þegar við komum heim og ég hélt að forsjálnin væri hreinlega að verki þegar dyrabjallan glumdi skömmu síðar og pósturinn Páll var mættur með skíðin hans Boga alla leið frá Þýskalandi.  Slengdi mér beint á netið til að athuga hvunær fjallið opnar.......súrt... ekki fyrr en eftir mánuð. 

Förum þá bara á Dalvík !!!


Bloggfærslur 28. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband