Bankastarfsmenn ??

Fór með manni og vinum út að borða í gær.  Það er svosem ekki í frásögur færandi ( nema að við förum mjög sjaldan út,- og fengum þennan fína mat á veitingastaðnum Gullfossi ) nema hvað...á eftir settumst við inn á Torvaldssen, fengum okkur rauðvín og bjór og tjöttuðum.  Þar sem við sitjum í mesta sakleysi þá kemur til okkar maður með bægslagangi miklum og spyr okkur við hvað við störfum.  Við segjum eins og er að við séum kennari, skólastýra, flugumferðarstjóri og sjómaður.  Gaurinn ranghvolfdi augunum  og trúði okkur greinilega ekki.  Fór í burt, en kom fljótlega aftur með sömu spurningu, við svöruðum enn á sama hátt en þá sagði hann....þið eruð víst bankastarfsmenn.  Við hlógum nú bara að honum ( og ég var næstum búin að segja...nú komst upp um okkur...við sáum um sjóð 9 )en því hefðum við betur sleppt því hann barði í borðið hjá okkur svo rauðvín og bjór skvettust úr glösum og öskraði á okkur.   Það er nú lámark að fólk viðurkenni hvað það gerir....þið eruð víst bankastarfsmenn.  Ekkert þýddi að rökræða við kauða en hann kom sér þó í burtu...fussandi og sveiandi. 

Þórhildur Helga bankastarfsmaður.......í gleðibankanum ;) 


Bloggfærslur 26. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband