Langeygð

Ég er að verða svoldið langeygð eftir fréttum í þessum gengismálum.  Í upphafi gengishrapsins voru fréttir margoft á dag með hinum ýmsu búmmertum,- Þorgerður Katrín baunaði á Davíð sem baunaði á.....og svo framvegis.  Og dag eftir dag héldu skandala fréttirnar áfram,- Glitnir fallinn,- Landsbankinn fallinn, Kaupþing fallið !!!  Endalausir fréttafundir Geira og Bjögga og Kastljósið undirlagt í efnahagsmálaumræðu !!   Nú er búið að blása svo í konu stórfréttir daglega að ég verð stressuð í svona fréttaleysi !!  Svei mér þá það væri nú bara skárra að fá slæma frétt úr fjármálalífinu en enga.

Búmmertu takk,- fyrir geðheilsu mína  


Bloggfærslur 21. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband