Kjarnaskógur
19.10.2008 | 16:11
Leti gærdagsins entist nú ekki allan daginn. Helga svilkona kom í heimsókn og síðan kom Inga og dró okkur með í góðan göngutúr inn í Kjarnaskógi. Þannig að það var ekki um annað að ræða en að slengja sér úr náttbuxunum og í göngufötin. Síðan sem betur fer sá Inga aumur á mér og Kolfreyju ( hún veit sem er að Bogi er kokkur heimilisins) og bauð okkur í mat, Geggjuð kjötsúpa, heimabakað brauð og rauðvín. Ummmm. Þetta varð semsagt hinn fullkomnasti dagur,- letilíf...heilsurækt...góður matur og góður félagsskapur ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)