Lúxus....
29.1.2008 | 20:55
líf á húsfreyjunni nú í kveld. Hinn 10 ára sonur er nefnilega byrjaður í heimilisfræði. Og þar sem ekkert fag er skemmtilegra og enginn matur betri en fólk eldar sjálft,- þá kom hann heim með uppskrift af grænmetissúpu í gær og við fórum og versluðum í matinn. Hann valdi gaumgæfilega allt grænmetið og mamma borgaði. Í kvöld þrefaldaði hann uppskriftina ( stærðfræði á fullu) og mallaði öllu saman. Og NB orð heimilisfræðikennarans eru lög !!! Það á að skera kálið í þessa stærð og laukinn í þessa ;)
Geggjuð grænmetissúpa að sjálfsögðu....................og allir borðuðu af bestu lyst.
segið svo að það sé ekki heimanám í gangi í Löngumýrinni !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)