Ein ég bíð og vona...
27.1.2008 | 12:01
Undanfarnar fjórar helgar hafa góðir vinir komið í heimsóknir hingað norður til mín. Það hefur óumræðilega þrjá stóra kosti í för með sér að fá næturgesti. Í fyrsta lagi er náttúrulega frábært að hitta vini sína, spjalla og allt það. Í öðru lagi þá er það gríðarlega gott fyrir slugshúsmóður sem mig að fá spark í rassinn og þrífa allt heimilið áður er gesti ber að garði. Aldrei held ég það hafi gerst í minni húsmæðrasögu að gólf hafi verið þrifin jafnoft á jafnskömmum tíma, þurrkað af og duddast svona, það er ekki laust við að parketið sé farið að emja undan ofþvotti ;). Í þriðja lagi þá er fram borinn hér gúrmetmálsverður um hverja helgi, mikið lagt í eldamennsku og voðalega gaman. Þessa helgina á ég von á gestum semsagt fimmtu helgina í röð,- í gær var hér allt þrifið hátt og lágt,- hreindýrið komið í marinerinu og alles. En gestirnir sem áttu að koma með fyrstu vél í morgun eru enn í borg óreiðunnar og óheillindana !! Ein sit ég hér í tandurhreinu húsi, með hreindýrið malandi í marineringunni og bíð....................koma nú strákar !!!
![]() |
Innanlandsflug liggur niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)