Klukk....
1.8.2007 | 20:03
Sissa klukkaði mig og þar sem séra Baldur segir að það sé nú e-lega einelti að svara ekki klukki,- lítið verra en að vera ekki klukkaður þá ætla ég að svara klukki Sissu.
1. Fór aldrei í Klukk þegar ég var krakki,- bara í Tikken,- sem er held ég alveg eins og Klukk en bara sagt Tikken þegar er náð.....
2. Ég á við íþróttameiðsl að stríða núna,- hægri únliður hefur enn ekki jafnað sig eftir blakmeiðsl síðan í hittifyrra................og skúringar framundan...
3. Ég er sem sé að fara að skúra...
4. ...en nenni því varla og þess vegna sit ég hér og svara klukki......
5. Ég þvoði mér í framan með sítrónusafa ótal oft þegar ég var yngri að árum,- til að losna við freknurnar,- þeim hefur þó bara fjölgað.
6. Ég er manneskja öfganna, svona stundum, elska að vera ein upp í fjalli eða niðrí fjöru en elska líka að vera á djamminu með fullt af skemmtilegu fólki eða í mannhafi í stórborg.
7. Mér finnst matur góður,- þetta kemur mörgum örugglega gríðarlega á óvart !!!
8. Oft finnst mér ég vera alveg orkulaus,- amk. þessa dagana....................þarf að fara að hlaða ;)
Og hverja á ég svo að klukka,- eða Tikka...........Valdimar,- Svava,- Kristján Möller,- Ástu Hlín í Argentínu,- Kristrúnu frænku,- Jóhönnu Hauks, Gunnu Gunnars og Önnu Pálu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þvottavél
1.8.2007 | 18:03
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)