Klukk....

Sissa klukkaði mig og þar sem séra Baldur segir að það sé nú e-lega einelti að svara ekki klukki,- lítið verra en að vera ekki klukkaður þá ætla ég að svara klukki Sissu. 

1.  Fór aldrei í Klukk þegar ég var krakki,- bara í Tikken,- sem er held ég alveg eins og Klukk en bara sagt Tikken þegar er náð.....

2. Ég á við íþróttameiðsl að stríða núna,- hægri únliður hefur enn ekki jafnað sig eftir blakmeiðsl síðan í hittifyrra................og skúringar framundan...

3. Ég er sem sé að fara að skúra...

4. ...en nenni því varla og þess vegna sit ég hér og svara klukki......

5. Ég þvoði mér í framan með sítrónusafa ótal oft þegar ég var yngri að árum,- til að losna við freknurnar,- þeim hefur þó bara fjölgað.

6. Ég er manneskja öfganna, svona stundum, elska að vera ein upp í fjalli eða niðrí fjöru en elska líka að vera á djamminu með fullt af skemmtilegu fólki eða í mannhafi í stórborg.

7.  Mér finnst matur góður,- þetta kemur mörgum örugglega gríðarlega á óvart !!!

8. Oft finnst mér ég vera alveg orkulaus,- amk. þessa dagana....................þarf að fara að hlaða ;)

 

Og hverja á ég svo að klukka,- eða Tikka...........Valdimar,- Svava,- Kristján Möller,- Ástu Hlín í Argentínu,- Kristrúnu frænku,- Jóhönnu Hauks, Gunnu Gunnars og Önnu Pálu.

 


Þvottavél

Svei mér þá ef það er ekki full vinna að finna þokkalega þvottavél fyrir heimilið !!  Rétt fyrir ferðalögin miklu þá gaf sú gamla upp tromluna.....og ég er búin að níðast á vélinni hjá Höllu og Andra svona á milli ferðalaga.  En fór nú af stað í dag til að finna mér nýja, fína þvottavél.  Búin að fara í held ég allar búðir sem selja svona þarfaþing hér á Akureyrinni !!  úrvalið er nóg og gæðin mikil, amk. segir sölufólkið það.  Reyndar finnst mér sölufólkið almennt ekki vita baun í bala um vélarnar sem það er að selja, svona oftast.  Í einni búðinni vissi afgreiðslumaðurinn ekki einu sinni að það ættu að vera tilboð hjá þeim fyrr en ég fletti upp í Dagskránni og sýndi honum.  Svo þegar ég innti hann eftir hvert tilboðið myndi þá vera, þá svaraði hann...við finnum e-hvað fínt verð á þetta !!  Jó, hó,- skynsemdarhúsmóðir eins og ég lætur nú ekki draga sig svona á asnaeyrunum.  Síðan er það þetta snúningadæmi,- 800.1000,1200,1400,1600..............til hvers ? annars en að eyðileggja þvottinn hreinlega !!  Mér finnst síðan sölufólkið segja mjög lítið af fyrra bragði, svona þegar ég er búin að finna það, svarar bara því sem ég spyr um og held ég alltaf jákvætt.  Heyrði amk lítinn mun á svörunum hvort sem vélin kostaði innan við 30 þúsundkalla eða um 100 þúsund kalla, það var reyndar helst að það munaði e-hverjum snúningum...............jó, ég ætla nú ekki að dansa polka við þessa vél. 

Bloggfærslur 1. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband