Frændi og frænka
26.6.2007 | 09:15
Það verður nú frá því að segja að þau Steinvör systir mín og Kristjón mágur minn eignuðust undurfagra stúlku þann 12. júní síðastliðinn. 12. júní er svona fjölskyldudagur hjá okkur, fæðingardagur pabba, brúðkaupsdagur p+m, afmælisdagur Kjartans Svans frænda, útskriftardagur minn úr KHÍ og síðast en ekki síst fermingardagur Steinvarar sjálfrar, hún átti 30 ára fermingarafmæli sama dag og hún eignaðist snótina !!
Sigga súperfrænka mín og spúsi hennar létu skíra gullmolann sinn þann 9. júní en það er einmitt fermingardagur Siggu. Drengurinn hlaut hið fallega nafn Haukur Freyr og skilst mér að þá eigi þau hjónakornin HLH-flokkinn, þ.e. Hildi, Leif og Hauk ( vissi ekki að sá tónlistarhópur væri í svo miklu uppáhaldi hjá þeim, en gott að vita það fyrir næstu jólagjafir ;). Ég þykist nokkuð viss um að Freys nafnið komi vegna æskustöðva okkar !! Kolfreyjustaðar !! og því eignaðist Kolfreyja mín lítinn nafna.
Hvað er þetta með fermingardagana hjá þeim Steinvöru og Siggu ? Ætli það séu hinar ógleymanlegu minningar um pabba, kirkjuna heima eða kökurnar hennar mömmu? Nema það séu svörtu sléttflauelsbuxurnar eða gula dragtin !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)