Sjómannskona

clsup_fishman_2_01

Eftir 4 ára hlé sem sjómannsgrasekkja er ég komin í það hlutverk aftur,- í bili amk.  Það er svo skrítið hvað kona skiptir um gír þegar bóndinn fer á sjó.  Nú er ábyrgðin öll á mínum herðum og þá er bara að taka því.  Rangt hjá mér,- Það er eiginlega ekki að skipta um gír heldur er þetta eins og sjálfskipting,- gerist bara 1,2 og 3.  Nú er enginn annar til að elda, slá garðinn, skúra, þvo þvott, lesa fyrir börnin o.s.frv.  þannig að það er engin verkaskipting lengur,- bara ég.  Og svei mér þá, þá er þetta svosem ekkert mál.  Þetta er bara svona !! 

Það hafa orðið breytingar á samskiptum við sjómenn á þessum 4 árum.  Reyndar hefur símasambandið ekkert skánað ( man enn þegar ég undir rós sagði Boga að ég væri ófrísk af Lúkasi, allt í gegnum talstöð) en tölvusamskiptin hafa komið inn af fullum þunga.  Nú skrifumst við á daglega hjónakornin og börnin skrifa pabba líka og hafa gaman af.  Kolfreyja 7 ára skrifaði pabba sínum í gærkvöldi,- það sem henni fannst helst hafa á daga okkar drifið sem þyrfti að segja pabba frá var orðrétt "elsku pabbi, við erum búin að taka til og taka til.  Mamma er búin að lita á sér hárið." Þannig er nú það Joyful


Bloggfærslur 23. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband