Stjóri eða stýra,- skiptir það máli?
15.12.2007 | 15:27
Í þeirri umræðu sem hefur átt sem stað undanfarið í þjóðfélaginu og á bloggsíðum alnetsins ( ekki almættisins !!) hafa þónokkrir sagt þá skoðun sína að þeim finnist það nú hálfgerður sparðatíningur að eltast við að konur hafi ekki starfstitla sem eru karlkyns. Ég hef ekki verið sammála þessu og tel gríðarlega mikiklvægt að fyrirmyndir allra barna séu þannig að þau átti sig á því að öll störf geti hentað báðum kynjum. Í gær fékk ég aldeilis stuðning við þessa skoðun mína, þ.e. hvað starfsheitið getur haft áhrif á börnin og mótað skoðanir þeirra.
Ég var nefnilega svo heppin að ein kennslukonan á yngsta stiginu þurfti að fara í foreldraviðtal og það vantaði e-hvern til að lesa fyrir nemendur hennar í nestistímanum. Mér þykir óendanlega gaman að lesa, hvað þá fyrir börn og stökk í verkefnið. Kennslukonan var að segja nemendum frá því að skólastjórinn væri að koma að lesa fyrir þau þegar ég kom inn í stofuna,- en ert þú ekki í karlastarfi?sögðu þá nemendurnir við mig,- skólastjóri er kallorð,- já, sagði ég ,- en ég er nefnilega skólastýra ;) og er það ekki konuorð,- jú, jú, þeim leyst ljómandi vel á það.
las síðan fyrir þau jólasveinasögu þar sem skólastjóri kom mikið við sögu en ég breytti því auðvitað í skólastýran.......og höfðum við öll mjög gaman af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)