Kæri Gabríel
14.12.2007 | 15:01
Ég er að lesa þessa yndislegu bók núna. Kæri Gabríel eftir Halfdan W. Freihow. Þessi bók er bréf föður til sjö ára einhverfs og adhd sonar síns. Eftirfarandi tilvitnun er ég búin að lesa aftur og aftur og aftur.
Skjólvegg þurfum við báðir, þú og ég. Stundum er nóg að strokið sé mjúkum lófa, í önnur skipti þarf á ómældu innsæi og skilningi að halda til þess að detta ekki, hrapa ekki niður í hyldýpi misskilnings, úrræðaleysis og ótta. Oft erum við hvor annars skjólveggur, af og til ert þú minn, en iðulega þarf ég aleinn að vera þinn skjólveggur, því þér hættir svo til að hrasa og detta. Og þá, Gabríel, verð ég stundum hræddur, vegna þess að ég hef sjálfur ekkert til að halla mér að, til að grípa dauðahaldi í, aðeins vind og birtu og víðáttu hafsins, og þú hrapar út fyrir mörk mannlegs skilnings.
Mér líður svoldið svona núna.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)