Kaffi og te

koffie%5B3%5DDrekk bæði kaffi og te.  Byrja flesta daga á að þreifa mig að kaffikönnunni til að setja hana í gang ( einu sinni átti ég svona tæmer á hana,- hmmm. kannski til ennþá ) og er ekki almennilega vöknuð fyrr en fyrsti sopinn er í höfn og hríslast um æðar.  Drekk síðan kaffi allan liðlangan daginn,- einmitt, liðlangan daginn. Þegar líður nær kveldi skipti ég yfir í te.  Ekkert Melróses fyrir mig þó, heldur koffinlaus jurtate.  Það er til að ég nái að sofna á skikkanlegum tíma en verði ekki andvaka eftir allt kaffiþambið. 

Í dag þegar ég kom heim úr vinnunni voru tveir bollar á borðstofuborðinu.  Einn hálffullur af köldu kaffi, merki þess að ég hafi verið svoldið sein fyrir í morgun,- hinn með lufsulegum tepoka í.  Ég tók báða bollana, gekk að eldhúsvaskinum og opnaði ruslaskápinn.  Setti tepokann í vaskinn og hellti köldu kaffinu í ruslið !!!!!


Bloggfærslur 8. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband