Forsetaembættið er í boði ???

Ég er alveg yfir mig bit.  Gjörsamlega yfir mig bit.  Sat í fyrramorgun með mínum ljúflings 9. bekkingjum og hlutstaði á ávarp forsetans um forvarnardaginn.  Missti eiginlega af ávarpinu öllu vegna upphafsins.  Var ég að hlusta á forseta Íslands?  Þið vitið,- Forsetinn með stóru Fi.  Þið vitið,- sameíningartákn þjóðarinnar.  Þið vitið,- æðsta embætti íslensku þjóðarinnar.

Í upphafi ávarpsins,- ( á það má hlusta á http://www.forvarnardagur.is/  og hafið í huga að það er verið að tala við 14 og 15 ára börn) þegar foresetinn hefur heilsað og óskað til hamingju  með daginn þá segir hann "lyfjafyrirtækið Actavis styrkir nú eins og í fyrra forvarnardaginn á afar myndarlegan hátt".  Já,- bitti nú,- er búið að selja forsetaembættið og það sem það stendur fyrir ?Erum við gjörsamlega og algjörlega gengin markaðshyggjunni á vald ?

Og svona í lokin á umræddu ávarpi og myndbandi í kjölfarið þá eru hin 14 og 15 ára börn enn og aftur vel minnt á að forvarnardagurinn sé styrktur af lyfjafyrirtækinu Actavis.  

p.s. það skal skýrt tekið fram að ég hef ekkert á móti umræddu fyrirtæki,- bryð pillur frá þeim í tíma og ótíma ;),- en mér finnst að ákveðin  embætti og ákveðnir hlutir í okkar þjóðfélagi eigi ekki að vera í klóm markaðsins !!


Bloggfærslur 23. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband