af prestum....presti reyndar !!

http://baldurkr.blog.is/blog/baldurkr/

Síra Baldur Kristjánsson var í Kastljósinu í kveld og malli minn hvað ég var stolt af flestu því sem hann sagði.

Ég var svo heppin að kynnast Baldri i Þorlákshöfn og hjá honum fékk Kjartan minn sína fermingarfræðslu og síðan var síra Baldur svo almennilegur að leyfa pabba að ganga inn í fermingarathöfnina og ferma drenginn.  Ætli það hafi ekki verið síðasta prestverkið hans pabba.  Þegar Kolfreyja mín var skírð var pabbi farinn yfir móðuna miklu og séra Baldur skírði hana.  Yndisleg athöfn í sunnudagaskólanum. 

Endilega kíkið á bloggið hans Baldurs þar sem hann viðrar sínar góðu, mannúðlegu skoðanir.


Góð hugmynd

Þegar ég var að yfirgefa vinnustað minn í gær um kveldmatarleytið þá sá ég að það var fullt af fólki inn í matsal og börn skoppandi um ganga ( kannski ekki skrítið þar sem ég vinn í skóla ;).  Ég kíkti náttúrulega við í salnum svona til að vita hvað væri í gangi.  Voru þá ekki foreldrar 5.bekkinga með sameiginlegan mat.  FRÁBÆRT. Þarna komu semsagt heilu fjölskyldurnar, allir með e-hvað á hlaðborð og síðan var etið og væntanlega spjallað og sjálfsagt e-hvað fleira.  Mér var nú boðið upp á góðgæti en þar sem ég var á leið á Greifann með mínum börnum og ektamaka varð ég að afþakka.  En semsagt,- mér finnst þetta eðalhugmynd og frábært fólk sem framkvæmir hana ;)

Bloggfærslur 26. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband