Færsluflokkur: Bloggar

Útilokum ekki.....

...breytingar.  Halló,- það verða breytingar.  Eins og ég les stöðuna þá verða annaðhvort stjórnarslit á morgun og þjóðstjórn ( hvað svo sem það nú er...) tekur við völdum eða að Davíð kóngur fer ( líklega með hinum seðlabankastjórunum) og e-hver ráðherra sjálfstæðismanna, líklegast er það dýralæknirinn sem fengi að fjúka þar. 

Þetta hefði allt þurft að gerast miklu fyrr en betra er þó seint en aldrei ;)


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilveran !!

Tilvera okkar er undarlegt.....var eitt sinn sungið.  En ég ætla ekkert að fjalla um það núna ( enda tilvera mín upp og niður og út og suður...), en ég fór út að borða með Steinvöru systur, Kristínu Jónu dóttur hennar og Kolfreyju Sól minni á alveg frábæran veitingastað sem heitir Tilveran og er á Strandgötunni í Hafnarfirði.   Við Steinvör fengum okkar báðar fiskrétti,- ég rauðsprettu með cammerbert og rækjum og Steinvör fékk sér fiskiþrennu. Alveg geggjað,- Kolfreyja og Kristín fengu sér pizzur sem þeim þótti ljómandi ( flottur, fjölbreyttur barnamatseðill) en Kolfreyja smakkaði fiskinn hjá mér og dauðsá eftir að hafa ekki fengið sér svoleiðis ( n.b. það er fiskur á barnamatseðlinum líka).  Ís á eftir fyrir börnin en súkkulaðikaka með ís fyrir frúrnar.  Notalegt umhverfi,- ekki of hátíðlegt.  Fín og kammó þjónusta. Og allt á góðu verði miðað við allt og allt.  Mæli svo sannarlega með þessum stað ef þið eruð á ferðinni í Hafnarfirði.........og síðan er alveg þess virði að gera sér ferð ;)

Gúllas !!

Einu sinni sem oftar var ég í fjallgöngu í hinum fagra Fáskrúðsfirði í skemmtilegum félagsskap.  Þá voru buffin frekar nýlegt fyrirbæri og einn ferðafélaganna var að tala um hvað þetta væri sniðugt höfuðfat......hann mundi ekki alveg hvað það hét,- æi,- þetta þarna gúllas ;)
mbl.is Höfuðfatið heitir skjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott

Uppáhaldsliturinn minn ;)
mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála !!!

Loksins heyrðist í hinni raunverulegu Samfylkingu.  HÚRRA !!!
mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jahá...

Voru þessir spekingar að fatta þetta núna?
mbl.is Erfitt samdráttarskeið framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helga Vala....

.....sterk og flott.  Þetta er náttúrulega ekkert annað en veruleikafirring,- að ræða um hvort kaupa megi vín í matvöruverslunum á meðan efnahagslífið brennur !!!
mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt...

...er þetta liður í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í að verja heimilin í landinu ?

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einsleitur hópur !!

Mér þykir afar dapurlegt að horfa á þessa mynd af formannsframbjóðendum.  Þetta er svona eins og klón hvur af öðrum.  Allir fimm virðast vera á svipuðum aldri,- af sama kyni,- af sama kynþætti,- jafnvel af sömu ætt amk. er sami hárlitur á þeim öllum ( pínu blæbrigðamunur ), nota sama rakarann ( allir skegglausir og klipping mjög keimlík), versla föt í sömu búðinni.................og svei mér þá ef þeir hafa ekki allir sömu skoðun !! 

Skiptir nokkru hvur verður fyrir valinu ? 

 

 2279


mbl.is Framsóknarmenn kjósa formann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf gaman....

....að fá góða gesti.  Guðbjörg vinkona og frænka ( Billadóttir) kom í kveldmat.  Mexíkóskar pönnsur er alltaf góðar !!  Gott og skemmtilegt spjall við góða og skemmtilega konu er líka alltaf gaman ;)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband