Auðvitað
7.9.2008 | 22:40
Ég skora á viðsemjendur ljósmæðra að semja við þær strax. Þetta er náttúrlega alveg skandall,- að fólkið sem tekur á móti nýjum Íslendingum sé vanmetið svona. Hvurs virði er nám ? Endalaust verið að flytja háfleygar ræður um mikilvægi menntunar,- en þessi mennun er nú ekki mikilvæg, í augum sumra greinilega.
p.s. alveg er ég viss um að það væri löngu búið að semja um góð laun ef það væru karlar sem fæddu börnin !!
![]() |
Fjölmenni á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.9.2008 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Klukkið
7.9.2008 | 22:38
Tek alltaf klukki,- eða tikken eins og sagt var í minni heimasveit ;)
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar
- Kotjugenta á mf Norrönu
- Kennari....umsjónar og myndmennt ;)
- Skólastýra
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
- La vita bella
- Notting Hill
- Með allt á hreinu
- Á hverfanda hveli
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Á Kolfreyjustað, Fáskrúðsfirði
- Á Blönduósi
- Í Þorlákshöfn
- Á Akureyri
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- What about Brian
- Anna Phil
- Brothers and Sisters
- Beðmál í borginni
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Krít
- París
- Tossa de Mar....á Spáni
- Ásbyrgi.....og fullt af fallegum útilegustöðum á Íslandi
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
- Mbl.is
- Belgingur.is
- Lundarskoli.akureyri.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
- Hreindýr að hætti míns og eiginmannsins
- Gúrmet kjúklingaréttir,- rauði kjúllinn,- kjúlli og grænmeti, kjúllinn hennar Hrafnhildar, teryaki kjúlli......og...og...og
- Hvítlaukspizza m. maldon salti, parmasanosti,parmaskinku og klettasalati
- Soðin ýsa, nýjar kartöflur, smjör og þrumari
- Hvítlaukshumarinn hennar Ólínu......fetaostslaxinn hans Boga,- jólarjúpurnar........ég get eiginlega ekki hætt að telja upp hérna og er orðin alveg hrikalega svöng ;)
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft og margar les ég oft....oft...oft
- Sjálfstætt fólk og Laxness yfir höfuð......
- Allar Lisu Marklund bækurnar
- Á hverfanda hveli,- held ég hafi nánast kunnað hana utanaf þegar ég var yngri, þarf að fara að lesa hana...........einu sinni enn....
- Henning Mankell,- ég er semsagt alveg sjúk í norræna krimma......
Fjórir bloggara sem ég klukka
- Sigga frænka í DK
- Albert stórvinur...sem ég veit að tekur ekki þátt í svona leik ;)
- Jóhanna Hauks
- Síra Baldur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Okur....
4.9.2008 | 20:19
Það er alveg með ólíkindum verðið á flugi innanlands. Og mikið þætti mér gaman að vita hvað koma mörg Spar-Bónus-Netsæti-Nettilboð-Sértilboð...sæti inn í hverja vél,- og í hve margar vélar á viku !!
Ég er semsagt að fara suður,- að ljúka við að tæma í Hveró. Hugmyndin var að ég tæki Kolfreyju með mér og Bogi yrði heima með Lúkas. ( Nota tímann í svona "bonding").
Og ég fór að bóka...á netinu. Byrjaði meira að segja á þriðjudag,- en þá ættu nú tilboðin að vera til. Í stuttu máli sagt,- engin tilboð, eingöngu til Forgangur ( 13.130 kr. önnur leið bara ég ),eða Ferðasæti ( 11.370 kr. önnur leið, bara ég). 5630 kostaði fyrir Kolfreyju. Ég prófaði aftur og aftur,- þriðjudag,- miðvikudag og í dag. Allt við hið sama. Í dag prófaði ég að setja bara mig inn ( barnlausa) og viti konur ( og menn mega líka vita) þá kom upp Sparsæti,- kr.9730 ( önnur leið, bara ég). Hmmm, þetta var nú e-hvað skrítið,- setti mig aftur inn með Kolfreyju og þá datt Sparsætið út. En sniðugt,- græða á þeim sem eru að ferðast með börn,- ekki boðið upp á Sparsæti ef barn er í fylgd með þér !! Gat ekki bókað mig eina í Sparsæti og síðan Kolfreyju, því það má ekki bóka börn ein,- og ef ég bóka hana með mér í gengum síma,-rúmlega 11000 kr. takk fyrir.
Nú er það bara ???? að aka suður eða fara ein í Sparsæti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Belja,gæs og grjót
2.9.2008 | 12:45
Fór í þessa fínu ferð austur um helgina. Kom heim með eina gæs ( bóndinn hefði nú viljað hafa þær fleiri), eina hreindýrabelju ( nammmmmm) og fullt af grjóti ( mun meira en í vasa á buxum). Á meðan bóndinn flæktist um að leita að beljunni þá flæktust við börnin um Sparafjall og fundum fullt af fallegum jaspisum.....grænir, gulir, beis og rauðir !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Golf,golf,golf
30.8.2008 | 17:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hr. Sigurbjörn Einarsson...
28.8.2008 | 18:25
![]() |
Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gullkorn dagsins !!
26.8.2008 | 22:25
Við fórum að skoða Andarnefjurnar akureyrsku í kveld. Lúkas tók eftir skýi í fjarska og kvað upp úr að þarna væri á ferð rigningarský. "Hvurnig sérðu það" innti vinur hans eftir. " Æi það er svona loðið,- eins og, eins og handarkrikinn á pabba" svaraði Lúkas.
Andarnefjurnar voru annars voða sætar og sýndu sig svolítið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ógeðfellt !!
25.8.2008 | 21:06
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndir
25.8.2008 | 21:02
Búin að setja inn myndir í albúmið "útilega". Það var ekki skrítið að það væri vesen hjá mér að setja inn myndir......var búin með plássið !!
En hér eru nokkrar:
Halla vinkona og ég.....alsælar við varðeldinn.
Enda var hann fallegur !!
Puðað í fjallgöngu
og gott að fara í tásubað upp á fjalli........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Útilega
24.8.2008 | 18:23
Var að koma heim úr frábærri útilegu. Vorum fyrst að spá í að fara í Ásbyrgi ( sem er algjör draumastaður) en vinir okkar plötuðu okkur með í Í FJÖRÐUM. Og við sjáum svo sannarlega ekki eftir því. Paradís á jörð. Drösluðumst yfir jeppaslóða á Hondunni okkar Smart með tjaldvagninn Krúsa í eftirdragi. Allt gekk ljómandi vel,- en fórum að vísu frekar hægt yfir. Keyrðum alveg út Hvalvatnsfjörð og skelltum upp tjaldbúðum niðri við sjó. Varðeldur bæði kveldin, brjálaður berjamór ( hef aldrei séð aðrar eins hrúgur af stórum, feitum og safaríkum krækiberjum), skemmtileg fjallganga, grill, söngur, bullusögur, þjóðsögur, sólbað, fótabað, flugdrekaleikur og ég veit ekki hvað. Set inn myndir mjög, mjög fljótlega.
Hnuplaði þessari af netinu:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)