Króksmót
12.8.2007 | 22:50
Við Kolfreyja fylgdum Lúkasi á Króksmót um helgina. Alltaf gaman á Króksmótum,- en aldrei þessu vant varð tjaldvagninn eftir heima og við renndum yfir Þverárfjall að morgni og kveldi og gistum hjá tengdó. Mér fannst það nú frekar fúlt svona fyrri daginn að vera ekki í tjaldi altsvo,- tengdó eru alveg stórfín sko,- en í dag þegar liðið var að pakka saman var ég afskaplega fegin að setjast bara inn í bíl og bruna heim. Lúkasi og félögum gekk alveg þokkalega,- amk höfðu þeir gaman af,- er þetta ekki það sem á að segja þegar lið lendir í 11 sæti . Síðan var tóm gleði og hamingja í kveld þegar við fórum á flugvöllinn og sóttum bóndann sem var að koma af sjónum,- já með flugvél, þið lásuð rétt !! Notalegt líf semsagt framundan næsta mánuðinn eða svo................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til Gunnu !!
9.8.2007 | 21:32
Kæra Gunna. Ég skil bara ekkert í því að þú kunnir ekki að sulta kirsuberjatómata ;) Hélt að hver og einn einasti fullorðinn einstaklingur á Íslandi kynni þetta,- já og jafnvel yngri og ekki á Íslandi.....hrrrpmmm
Slatti af kirsuberjatómötum t.d. ein askja,- skera þá í tvennt og raða þeim í eldfast mót og krydda með dassi af flórsykri, hvítlauksolíu, salti og pipar. Skellt í 160 gráðu heitan ofn í ca 6 mín,- til eða frá nokkrar,- aðallega til þó. Kippa tómötunum út, píska þá saman og saxa niður basiliku og strá yfir. Volla.....hrikalega gott semsagt með neðangreindum skötusel ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvunndagurinn !!
7.8.2007 | 11:43


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ummmmmm...
5.8.2007 | 16:47
var að leggja skötusel í marineringu a´la Steinvör. Ólífuolía, limesafi,sítrónusafi og massi af hvítlauk !! Síðan fer þetta á grillið á eftir,- eða í ofninn og marineringin fer í pott með böns af smjöri og síðan settur kóriander rétt í restina. Með þessu ætla ég að gera sultaða kirsuberjatómata,- hljómar þetta ekki girnilega !!
Verslunarmannahelgin í ár hefur einkennt af matargerð og rauðvínsdrykkju!! Góðir vinir úr Reykjavíkinni í heimsókn og þar sem við erum öll mikið matfólk þá hefur ríkt tóm gleði yfir pottunum. Geggjaður kjúlli á föstudag, læri í gær og frönsk súkkulaðikaka og síðan fiskur í dag!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hent út...
2.8.2007 | 15:07
![]() |
Blóðbankinn kallar eftir O mínus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Búin....
2.8.2007 | 14:55


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Klukk....
1.8.2007 | 20:03
Sissa klukkaði mig og þar sem séra Baldur segir að það sé nú e-lega einelti að svara ekki klukki,- lítið verra en að vera ekki klukkaður þá ætla ég að svara klukki Sissu.
1. Fór aldrei í Klukk þegar ég var krakki,- bara í Tikken,- sem er held ég alveg eins og Klukk en bara sagt Tikken þegar er náð.....
2. Ég á við íþróttameiðsl að stríða núna,- hægri únliður hefur enn ekki jafnað sig eftir blakmeiðsl síðan í hittifyrra................og skúringar framundan...
3. Ég er sem sé að fara að skúra...
4. ...en nenni því varla og þess vegna sit ég hér og svara klukki......
5. Ég þvoði mér í framan með sítrónusafa ótal oft þegar ég var yngri að árum,- til að losna við freknurnar,- þeim hefur þó bara fjölgað.
6. Ég er manneskja öfganna, svona stundum, elska að vera ein upp í fjalli eða niðrí fjöru en elska líka að vera á djamminu með fullt af skemmtilegu fólki eða í mannhafi í stórborg.
7. Mér finnst matur góður,- þetta kemur mörgum örugglega gríðarlega á óvart !!!
8. Oft finnst mér ég vera alveg orkulaus,- amk. þessa dagana....................þarf að fara að hlaða ;)
Og hverja á ég svo að klukka,- eða Tikka...........Valdimar,- Svava,- Kristján Möller,- Ástu Hlín í Argentínu,- Kristrúnu frænku,- Jóhönnu Hauks, Gunnu Gunnars og Önnu Pálu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þvottavél
1.8.2007 | 18:03
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)