Gaman

Mikið var gaman að fá þá dásemdargesti Hildigunni og Þorstein son hennar.  Við erum búin að tjilla og liggja í sólbaði, rölta í bænum, sötra rauðvín og hafa gaman af lífinu.  Í gærkveldi fórum við vinkonurnar út að borða á hinn magnaða veitingastað Friðrik V http://fridrikv.is/  og vorum nú ekki sviknar af matnum, umhverfinu og þjónustunni.  Nammi, namm....

Gestirnir flugu svo í dag og nú tjillum við bara ég og börnin,- sól og blíða framundan, tívolí og ég veit ekki hvað.  Um að gera að njóta síðustu sumarleyfisdagana að sinni í botn.....


Sól og aftur sól

Hrein dásemd að vera til.  Sól og blíða, góðir vinir í heimsókn, grillaður humar og kælt hvítvín.  Tóm gleði, sæla og tjill ;)

Frábært

Duglegir strákarnir í Fjarðabyggð,- og gaman að hinum gamalreynda markahrók ;)  Villa sjálfum Dennabróður.  Til lukku Fjarðabyggð !!!
mbl.is Óvæntur sigur Fjarðabyggðar í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Togari !!

Maðurinn minn hefur í þónokkur ár stundað sjóinn,- langoftast á frystitogurum en e-hvað þó farið á togara.  Koflreyja Sól átta ára dóttir okkar var í dag að spá í hvað pabbi hennar gerði um borð í nýja skipinu sínu.  Hann er badermaður tjáði ég henni,- hmmm...sagði sú stutta, en hefur hann ekki verið e-hvað annað á sjónum....jú,jú, sagði ég...hann hefur verið vélstjóri,- nú, sagði sú stutta,- en var hann ekki e-hvertímann togari ?  

2170


Komin heim ;)

Eftir tæplega 3ja vikna "útilegu" er ég komin heim í Löngumýrina.  Mikið var gott að detta inn um dyrnar í kveld ( lesist nótt ;) með erfiðsmunum við að ýta blaða og póstbunkanum frá.  Ég var í 2ja vikna dásamlegu fríi í Kríuás í Hafnarfirðinum, sól og blíða svotil hvern dag,- heitur pottur og alles.  Lukkan yfir mér og mínum að Steinvör systir fór í frí til Þýskalands/Austurríkis og ég fékk húsið hennar á meðan.  Heimsótti böns af vinum og vandafólki,- át á mig gat ( aftur og aftur, eins og fram hefur komið), snúllaðist við barnabörnin og börnin.  Frílistaði mig í  Heiðmörk, við Vífilsstaðavatn o.fl.o.fl.  Síðan á mánudag hef ég verið ásamt systkinum mínum í Hveragerði að ganga frá í húsi m+p.  Það er ekki beint frí, þó það sé frí frá vinnu.  En ekki svona slakandi frí.  Vorum að daginn langan ( og kveldin löng) því af nógu var að taka.  Og ekki búin enn..........

Keyrði heim í kveld,- hirti upp litlu börnin mín á Blönduósi ( þar sem þau hafa lifað í vellystingum hjá ömmu og afa síðan á sunnudag) og heim....heim...heim.  Sama hvað mig langar á hina yndislegu frönsku daga þá hef ég ekki orku í það þetta árið.  Hvíld og sólbað um helgina ( og ganga frá úr kössum, þrífa hús, slá garð, taka upp úr töskum, þvo þvott.....og...og..og).

Njótið helgarinnar


Sérstakt !!

Það er óneitanlega töluvert sérstakt að fara í gegnum dótið hja m+p, en við systkinin erum í því þessa dagana.  Tökum okkur góðan tíma enda eiga þau það skilið elsku mamma og pabbi að við berum virðingu fyrir dótinu þeirrra.  Ótrúlegt en satt,- þá erum við búin að skipta bókunum upp.....og mesti fjársjóðurinn er auðvitað bækurnar sem pabbi batt inn sjálfur á sínum tíma.  Á milli gamalla jólakorta leynast líka kort og bréf frá okkur börnunum til þeirra í gegnum tíðina,- og kort og bréf frá þeim til okkar.  Er t.d. komin með kort sem pabbi sendi mér þegar ég var í sumarbúðunum á Eiðum 10 ára og hann staddur í Ammeríkunni. 

Allt fullt af minningum, tárum, sorg og trega.........en líka gleði og ánægju yfir góðri bernsku og hamingjusömu lífi mömmu og pabba. 


Og meiri matur....

Ég er af hinu alkunna Kolfreyjustaðarslekti, afskomandi sr. Þorleifs Kjartans Kristmundssonar alþekkts nautnamanns í mat !!  Og mæ ó mæ, hvort ég sver mig ekki í ættina !!  Í þessu sumarfríi er búið að vera gengdarlaust át og aðalumræðuefni við hverja máltíð er hvað maturinn er góður og hvað ætti nú að elda næst !!!

Fiskihlaðborð á Resturant Reykjavík var gómsætt.....

Úrbeinað læri hjá Lúkasi afa frábært.....

Pönnupizza á Pizza Hut.....sei nó more....

Og síðan fór ég að elda....kjúklingarétt á föstudagskveld í félagsskap Kjartans Þórs sonar míns, spúsu hans og ömmubörnunum tveimur.........kjúklingarétt á laugardagskveld í félagsskap Siggu frænkusystur, spúsa hennar, börnum og systur og móður........læri í kveld í félagsskap Steinvarar systur, spúsa hennar og börnum.

Sem betur fer eru flestir af borðfélögum mínum af sömu dásemdarætt,- og sverja sig einnig í ættina !!  og þeim þykir rauðvín líka gott

Er að fara í matarboð annað kveld ;)  Og hlakka til InLove


Búið að óma...

...í eyrum mér þetta bráðskemmtilega lag sem Kalli mágur minn söng til sigurs.

En núna ómar Mama mia í hausnum á mér........enda var ég í bíó í kveld....og ætla aftur..og aftur og aftur ;)


mbl.is ,,Mér líður svo vel"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gúrkutíð

Algjörar gúrkur í fréttum þessa dagana.  Og eins hjá mér.  Þvælist um í dásemdarfríi,- et á mig gat á hvurjum degi og svei mér þá ef þessi afslöppun og ofát hefur ekki gert mig skoðanalausa.  Það er eins og heilinn hafi verið settur á "hold".  Hugsa eingöngu um að slæpast, sóla mig, eta og hitta vini, vandamenn og barnabörn.  Of afslappað  líf gerir konu greinilega lata.....til handa og hugar ;)

ccd_haning_around_monkey_by_amyr


Við veisluborð dag eftir dag....

Á fimmtudagskveldið í fiskisúpu hjá Gerði og Lúkasi,- föstudagskveldið í mexikóskum hjá Ólínu og Jóni Páli,- í gærkveldi í kjúlla hjá Rítu og Herði............hvað skyldi ég fá í kveld og hvar??

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband