Franskir dagar !!

Ég og börnin erum komin heim sæl og glöð eftir dásemdardaga á Fáskrúðsfirði.  Komum austur á miðvikudagskveldið og gistum allan tímann hjá Marioline og familíu.  Á fimmtudeginum fór ég í labbitúr upp á Engihjallann minn,- mikið svakalega sakna ég fjallanna,- verð nú bara að segja það.  Um kvöldið var svo kendirísganga um bæinn, fullt af fólki og svaka fjör og síðan tekið á því á Sumarlínu á eftir.

http://www.123.is/album/display.aspx?fn=faskrudsfjordur&aid=919728785&i=0

Á  föstudeginum var svoldil þreyta svona frameftir er síðan farið á dorgveiðikeppni og á frábæra tónleika með Bergþór Pálssyni ( tengdasyni Fáskrúðsfjarðar) og Diddú.  Varðeldur um kvöldið og tjill og gleði með börnunum og farið snemma í bólið ( tókuð þið eftir þessu....).  Gaman út í götu á laugardeginum og frábært að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í Pétanque, Glæsileg og taumlaus gleði á ballinu á laugardagskvöldið.  Hljómsveitin Buff fær fimm stjörnur af fjórum mögulegum, dansaði fram á næsta dag ;) og skemmti mér geggt.  Sunnudagurinn rólegur og næs,- út í götu og á franska kaffihúsinu og skoðaði sýningar upp í skóla.  Pínu fjallganga í gær og ber í munn.

Endilega skoðið vel http://www.123.is/faskrudsfjordur/ Þarna er fullt af myndum frá Frönskum dögum.  Tek ofan af fyrir þeim Jóhönnu og Jónínu sem halda úti þessari síðu...........


Hlaut að vera...

....og ég hef greinilega verið meiri pabbastelpa en mömmustelpa ;)
mbl.is Vísindamenn segja að offita geti verið smitandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað nú?

Potter búinn,- alveg mega bók og ég þarf nú enga áfallahjálp nema vegna þess að mér finnst súrt að vera búin með bókina og þarf nú að finna mér nýtt lesefni.  Amtið á morgunn.  Líka búin með viðkomandi aðra umferð á hvítu gluggakarmana......en vetrarfötin bíða enn................

Letilíf

Hef aldrei áður held ég upplifað aðra eins leti og nú.  Hef varla gert handtak alla helgina,- vaki lengi, lengi frameftir og sef til hádegis,- ásamt börnunum. Dinglast síðan eins og ráðvilltur xxx um húsið og langar að gera e-hvað en enda alltaf upp í sófa með vin minn Potter !!  Enn bíða vetrarfötin eftir sorteringu en það fer nú að verða ?? hvort það borgi sig nokkuð að pakka þeim niður héðan afCrying   Þarf nú að fara að rífa mig upp á rassinum,- kannske ég fari út og skelli annarri umferð á gluggakarmana..................eða bara fer upp í sófa með PotterTounge

Galdrar

...og það eru alveg galdrar hvernig þessi bókaflokkur heltekur fólk,- amk mig.  Er búin að lesa svotil í allan dag,- hef reyndar þurft að sinna börnunum svolítið en hef reynt að lágmarka það algjörlega....bókin er yndisleg og ég er hugfangin,- les sumar setningar aftur og aftur því þær eru svo flottar............verð líklega búin að lesa bókina þrisvar þegar kemur að endalokum,- enda alltaf gott að reyna að treina það sem er skemmtilegt ;)
mbl.is Harry Potter allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við líka...

Ég og börnin drifum okkur niður í bæ fyrir kl. 23 og náðum að verða fyrst í röð í einni búðinni hér í bæ.  Við héldum kampakát heim með Harry vin okkar Potter og mikið verður nú gaman næstu daga..............ætli við Lúkas sláumst ekki um bókina !!


mbl.is Biðin á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólarlandshlutaferð!!

Við,þ.e. ég og börnin erum komin heima úr sólarferð okkar á suðvesturhornið.  Byrjuðum á því þegar við fórum að skutla húsbóndanum á kajann og síðan dilluðum við okkur í Hveró hjá mömmu.  Mæ ó mæ, hvað þetta er búið að vera næs og notó.  Sól og blíða upp á hvern einasta dag og vinir og skemmtun.  Við mamma og börnin gerðum aldeilis víðreist,- fórum upp í sumarbústað til Ingu frænku og Einars á Laugarvatni, í mat til Steinvarar systur ( og barnaskoðun auðvitað!!,- stúlkan er dásamleg...eins og fyrra eintakið ) og síðast en ekki síst fórum við suður með sjó, altsvo í Garðinn, þar sem við hittum systkini mömmu sem búa þar og fórum við saman út að borða og síðan spjölluðu þau systkinin við aðra systur sína sem býr í Kaliforníu í gegnum Webcam,- ég fór nú næstum að grenja á meðan á því stóð.  Segi kannski seinna sögu þeirra 14 systkina, en hún er mjög merk og ætti auðvitað að skrásetjast !!!

En ég gerði náttúrulega fleira en að flengjast með mömmu um allar trissur,- dúllaðist með barnabarnið, m.a. í Fjölskyldugarðinum ásamt Þórhildi vinu og syni hennar og Siggu frænku og familíu.  Svoldið fyndið að vera með þeim og við allar með lítil börn,- en ég með ömmubarnið en þær sín eigin Blush  .  Hitti líka auðvitað Kjartan minn og Vrony alveg heilmikið og síðan Lúkas afa og frú, Ritu og co, Sissu og familíu og fór í mega matarboð til Ólínu þar sem þær Hildigunnur og Anna Solla komu líka.  Gaman að hitta góða vini.  

Svo voru líka útsölur !!

Komin heim semsagt,- gistum eina nótt á Blönduósi hjá tengdó og kipptum Tótu með okkur hingað á Ak.  Endurnærð og úthvíld,- FRÁBÆRT


!!!

Bara svo þið vitið það !!  Lífið er dásamlegt Wink

Stuttbuxurnar komu....

virkilega að góðum notum,- og sólgleraugum mæ ó mæ.  Búin að vera hjá mömmu og tjilla okkur þvílíkt.  Sól og hiti upp á hvern einasta dag,- fórum í gær í bústað til Ingu frænku og þar svömluðum við í heita pottinum og átum síðan hangikjet.... Auðvitað er ég líka búin að vera í ömmuleik út í eitt,- fjölskyldugarðurinn með Patreki, Lúkasi, Kolfreyju, Þórhildi og Emil Má er á dagskránni í dag.  Lífið ER dásamlegt !!!!

Sumarfrí !!!

Komin í sumarfrí,- ligga,ligga lá Cool

og nú er bara að tjilla sér...................og taka til í geymslunum og skápunum,- niður með vetrarfötin og upp með stuttbuxur og sólgleraugun W00t


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband