Noregsmyndir
20.6.2008 | 15:04
Nú er ég búin að setja inn myndir frá Noregsferðinni.
Hér er hinn huggulegi Gapahaugur okkar,- við semsagt útbjuggum skýli til að sofa í ,- úr trjábolum, greinum og segldúk. Dásamlegt að sofa í þessu og ég elska tjaldvagninn minn hér eftir ;)
Hér er hinn föngulegi hópur úr Lundarskóla sem tók þátt ;)
Hér er verið að útbúa Gapahaug ;)
og við veiddum okkur til matar
og átum svo....
Rérum á kanóum daginn langan.....
Bjuggum til ýmsa nytjahluti úr náttúrunni ;)
og sumir lásu fyrir svefninn.
Þetta eru leiðbeinendurnir frá Háskólanum í Bergen
og við fórum í speedfjallgöngu !!!
Það eru mun fleiri myndir í Noregsalbúminu,- en endilega kíkið á þetta allt saman og plís...dáist að því hvað við vorum dugleg í þessum hremmingum ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Líður vel í skólanum
18.6.2008 | 22:51
kom einnig með í þessari frétt. Það hefði nú verið gaman ef því hefði verið slegið upp í fyrirsögn !!
Mikið er ég glöð með það að börnunum okkar líði almennt vel í skólanum,- vellíðan er undirstaða náms og góðs lífs,- þannig að þetta er gott start !!
![]() |
Há slysatíðni íslenskra barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hoffellið
17.6.2008 | 14:18
![]() |
Hvítt í fjöllum á þjóðhátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um ALLT land ???
17.6.2008 | 11:03
Settist niður í morgun með kaffibolla og blaðið 24 stundir. Þar gat m.a. að líta fyrirsögnina "Glæsileg hátíðardagskrá á 17. júní um allt land. Síðan var fjallað um brot af því úrvali....um allt land.... og talið upp hvað yrði um að vera í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Þá vitum við hvað um ALLT land þýðir ;)
Til lukku með þjóðhátíðardaginn.................um ALLT land
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gott að hann lúrir
16.6.2008 | 15:26
![]() |
Allt í biðstöðu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
úti, úti,úti
16.6.2008 | 00:39
Nú er ég búin að dvelja svo mikið úti við síðustu vikuna að ég get ekki hætt ;) Heimilið í þokkalegri rúst en ég fór samt út og sló garðinn,- rústaði fíflum eins og berserkja og ætla að halda áfram á morgun. Nú verður mér alveg sama þó rigni,- það kemur aldrei til með að rigna eins mikið og á þriðjudaginn síðasta í kanóferðinni........og svo á ég núna þennan fína norska sjóhatt ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bergen
14.6.2008 | 22:12
Eins og glöggir lesendur blogg míns hafa væntanlega uppgvötað þá var ég í tjilli, púli og tómri gleði í Bergen. Set inn myndir síðar, en mæ ó mæ hvað það var gaman á þessu útiskólanámskeiði sem ég fór á. Púl getur nefnilega alveg verið tjill og gleði. Stærstum hluta vikunnar eyddi ég á litlum hólma á norsku vatni, byggði mér gaphaug,- og svaf í honum, lagði net og veiddi fisk, týndi kuðunga og söl og eldaði síðan öll herlegheitin. Vesenaðist með hnífa og kaðla milli trjáa og réri á kanó,- og réri á kanó,- og réri á kanó. Þetta var svo sannarlega survivor: Bergen ;) Nánar um þetta síðar og myndir koma næsta rigningardag.
Gott að koma heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
slit...
5.6.2008 | 23:54
Búin að slíta skólanum og börnin farin kát og glöð í sumarfrí. Þessa dagana er starfsfólk skólans að fara yfir vetrarstarfið og það er feiknagaman og greinilegt að mikið hefur verið gert. Svolítið yfirdrifið að gera hjá mér þessa dagana.......en slökun síðan framundan og tóm gleði, tjill og púl ;) Nánar um það síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jón eða séra Jón
3.6.2008 | 20:00
Ótrúlega fyndin flugfreyjan í flugvélinni R-Ak í morgun. Þannig var mál með vexti að mér áskotnaðist listaverk sem er mér afar kært ( frá mömmu og pabba,- svona tilfinningakært). Þegar ég flaug suður á sunnudaginn þá sá ég "pólitíska" persónu í fluginu með risapakka, flatan og greinilega viðkvæman og flugfreyjan þar geymdi hann eins og gullið sitt og afhenti pólitíkusnum með bros á vor ( og gott ef ekki kossi) þegar hann yfirgaf flugvélina. Þar sem ég var flögrandi norður í morgun þá pakkaði ég myndinni minni vel og vendilega inn og skeiðaði með hana í flugvélina ( ekki var gerð nein athugasemd við innritunina en pakkinn sást greinilega hjá mér þar). Mæ, ó mæ. Þessi flugfreyja hafði greinilega ekki farið réttu megin framúr....fýlusvipurinn þvílíkur og óliðlegheitin þegar ég spurði hana hvort pakkinn mætti standa þarna hjá henni,-ó nei,- fyrst skyldi ég reyna að setja pakkann í hólfin fyrir ofan sætin og ef það gengi ekki troða honum þá undir sætin. Hvorugt gekk og reyndar var sætið "mitt" upptekið. Ég beið og beið og þegar allir voru komnir inn þá sagði ég flugfreyjunni að þetta gengi bara ekki og þar að auki væri sætið mitt upptekið. Hún tók pakkann minn, enn með fýlusvip,- leysti úr sætismálum með ekkert bros á vör og síðan var flogið. Allt í góðu með það, fínt flug alveg ;) En þegar við komum norður þá bað ég hana um pakkann minn,- sem stóð bara á bak við hana, nei,-hann kemur bara á bandið sagði hún. Ég sagði henni sem var, að þetta væri persónulegt verðmæti fyrir mig,- þá rétti hún mér pakkann en sagði að þetta mætti sko alls ekki ( afhverju hafði hún ekki nefnt það fyrr,- eða hlaðfreyrinn), þá sagði ég henni frá pólítíkusnum á sunnudaginn. Ja sagði flugfreyjan,- það er bara ekki það sama séra Jón eða Jón. Mér finnst að Flugleiðir ættu að auglýsa þessa einkaþjónustu sem er ekki allra
!! sérþjónusta fyrir séra Jón !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sjómannadagurinn
1.6.2008 | 07:28
Til hamingju allir sjómenn landsins,- og sjókonur !!
Ég veit ekki hve lengi fyrsti sunnudagur í júní hefur verið sjómannadagurinn hérlendis en þetta er aldeilis góð hugmynd. Hetjur hafsins eiga alveg skilið einn svona góðan dag. Það er líka gríðarlega gott að hafa svona tímaviðmið um mitt ár,- jöfnun á túrum altsvo. Þegar fjölskyldur eru með sjómann innanborðs er afskaplega gott að vita af þessum föstu punktum,- sjómaðurinn er heima um jól og sjómannadag. Og allt plan fjölskyldunnar getur miðast við það ;)
Hér í den þegar ég var yngri þá voru þvílíku hátíðarhöldin á sjómannadag, e-hvernveginn markaði þessi dagur upphaf sumars. Frystihúsavinnan var byrjuð á fullu, búið að æfa róður, og malli minn hvað það var gaman. Síðan voru skemmtiatriði fram eftir degi og dansiball um kveldið. Frí í frystihúsinu fyrir þá sem vildu fram að hádegi á mánudag.
Sjómannadagurinn fékk líka nýja merkingu hjá mér fyrir 8 árum, en þann dag ( sem bar þá upp á 4. júní) lést pabbi minn. Ég tengi dánardægur hans alltaf mun meira við sjómannadaginn heldur en 4. júní. Núna eru þau saman mamma og pabbi !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)