Fallegi fjörðurinn minn !!
28.5.2009 | 11:08
Ég á einn fallegan fjörð,- í huganum altsvo- og á hann aldeilis ekki ein,- heldur með öllum Fáskrúðsfirðingum. Á mánudagskveldið renndi ég austur, alein en samt ekki, því með mér voru Eyvör,Lisa Ekdahl,Lay Low, Norah Jones og Emiliana Torrini ( Bogi sagði að þetta væri greinilega kerlingaferð !!). Gott að keyra svona alein með góða músík í botni og hugsa, ja...eða hugsa bara ekki. Það var gott að koma í fjörðinn fagra, en óumræðilega tregafullt því ég var að fylgja til grafar honum Magna fyrrum nemanda mínum, fjörkálfi hinum mesta. Fjörðurinn var svo fagur, en svo hnípinn, skrítið hvernig náttúran tekur þátt í sorgum mannabarna sinna. Útförin var afskaplega falleg og eftirminnileg. Óumræðilega erfið, en samt yndisleg. Tónlistin dásamleg og minningarorð sr. Hólmgríms lýstu honum Magna svo vel. Það var gott að geta faðmað þau mætu hjón Björg og Óa og líka að knúsa alla þessa frábæru krakka sem voru að missa svo góðan félaga. Þau standa svo vel saman þessi ungmenni og vonandi ná þau að vinna úr sorgarferlinu saman og styðja við þann sem lifði af slysið.
Þessa mynd af Fáskrúðsfirði fékk ég á síðunni http://faskrudsfjordur.123.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Notaleg helgi
24.5.2009 | 21:21
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mágur og svilkona
17.5.2009 | 22:59
og dóttir þeirra voru hér í heimsókn um helgina. Þetta var svona Júróvisíonhelgi......eldaður fasani,- eftir uppskriftinni góðu hér áður,- etið snakk og haft gaman svona frameftir nóttu. Brjáluð blíða í dag og gær....fullt af ryðguðum stáltaugum !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sandkassinn !!
12.5.2009 | 15:01
Af hvurju þarf þetta alþingisfólk alltaf að haga sér eins og það sé statt í sandkassa en ekki á alþingi. Þegar við foreldrar ölum börnin okkar upp þá leggjum við mikið upp úr sátt og samlyndi,- að láta alla njóta góðra verka sinna, vera jákvæð og sýna samstöðu. Ekki nöldra og tuða bara af því að við erum ekki í "hinu" liðinu. Við erum bara eitt lið. Nú sem aldrei fyrr ætti að reyna á að við Íslendingar erum eitt lið. Við þurfum að vinna saman í að rétta úr kútnum. Líka á alþingi,- og já,- eiginlega sérstaklega á alþingi. Mikið vildi ég óska að alþingisfólk hætti að eyða tímanum í að níða skóinn hvurt af öðru og finna galla í öllu sem er gert,- þetta á bæði við um stjórn og stjórnarandstöðu. Það er kominn tími til að innleiða samvinnu á þessum vinnustað. Það má ekki vera þannig að foreldar segi við börnin sín,- " hættið nú að rífast,- þið eruð eins og alþingisfólk í sandkassa".
Semsagt,- ef að alþingisfólk vill virkilega öðlast virðingu þjóðarinnar aftur,- þá verður það að láta af þessum ósið og fara að sinna því sem skiptir máli.
![]() |
Yfirlýsing ómarktæk á fyrsta degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mæðrastjórnin
10.5.2009 | 12:12
![]() |
Ríkisráðsfundir boðaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Helgarblogg
9.5.2009 | 11:30
Þetta fer nú að verða svona helgarblogg,- alls ekki daglegt blogg ;) hvað þá daglegt brauð.....hehe
Í allan fyrravetur og í vetur hefur verið svonefndur SMT-stýrihópur starfandi í vinnunni minni. Við hittumst vikulega og gerðum reglutöflu, kennsluleiðbeiningar fyrir reglur, útbjuggum umbunarspjöld ( Vita- sem stendur fyrir virðing og tillitssemi) og ég veit ekki hvað og hvað. Í gær var síðan loksins hittingur utan vinnu. Sirrý bauð heim í Vaðlaheiði,- ég splæsti hreindýri og humri,- Sirrý gerði madeirasósu með og það var alveg magnað !! Döðluterta á eftir,- ein hin besta sem ég hef á æfinni smakkað. Er búin að biðja Sirrý um uppskrift og kem henni hingað ef hún leyfir. Ætluðum í heita pottinn en það var stórhríð úti þannig að við sátum bara inni og tjöttuðum fram eftir nóttu,- bara gaman ;)
Núna bíður mín lokahnykkurinn á stundatöflu næsta vetrar,- alltaf erfiðir þessir síðustu tímar sem þarf að bora inní......langar líka út í sveit að skoða litlu, sætu lömbin,- og Diddu ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stelpuhelgi....
1.5.2009 | 00:28
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)