Kæri Gabríel

Ég er að lesa þessa yndislegu bók núna.  Kæri Gabríel eftir Halfdan W. Freihow.  Þessi bók er bréf föður til sjö ára einhverfs og adhd sonar síns.   Eftirfarandi tilvitnun er ég búin að lesa aftur og aftur og aftur. 

Skjólvegg þurfum við báðir, þú og ég.  Stundum er nóg að strokið sé mjúkum lófa, í önnur skipti þarf á ómældu innsæi og skilningi að halda til þess að detta ekki, hrapa ekki niður í hyldýpi  misskilnings, úrræðaleysis og ótta.  Oft erum við hvor annars skjólveggur, af og til ert þú minn, en iðulega þarf ég aleinn að vera þinn skjólveggur, því þér hættir svo til að hrasa og detta.  Og þá, Gabríel, verð ég stundum hræddur, vegna þess að ég hef sjálfur ekkert til að halla mér að, til að grípa dauðahaldi í, aðeins vind og birtu og víðáttu hafsins, og þú hrapar út fyrir mörk mannlegs skilnings.

Mér líður svoldið svona núna.......


Pant !!

það er alveg pláss í kistunni minni...................
mbl.is Ók á 13 hreindýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíarnir harðari en við !!

Hún var þó dæmd í fangelsi,- og vonandi ekki skilorðsbundið.  Hrikalega vægur dómur samt,- hvað er með þessar Norðurlandaþjóðir !!!

Eða er þetta svona allsstaðar?

Og svo má blogga um þessa frétt!!!

 


mbl.is 29 ára kona eignaðist barn með 14 ára pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég trúi þessu EKKI

Ákærði hefur hreinan sakaferil. Með því að taka upp kynferðislegt samband við nemanda sinn, sem varði í langan tíma, framdi hann alvarlegt trúnaðarbrot, sem þung refsing liggur við að lögum. Með tilliti til þess verður refsing hans ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Ákærða verður virt til mikilla málsbóta að gagnkvæmt ástarsamband var á milli hans og stúlkunnar og lýsti hann því að fyrir sitt leyti hefði hann viljað halda því áfram og gera það opinbert. Þykir því eins og hér stendur á mega skilorðsbinda refsinguna að fullu eins og nánar greinir í dómsorði.

Ofangreint er tekið úr dómi hjá Héraðsdómi Norðurlands vestra.  Dóminn má lesa í heild sinni á http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700229&Domur=7&type=1&Serial=1&Words=

Ég er algjörlega bit yfir þessum dóm, hvað þá þeim dómsorðum að ákærða sé virt til MIKILLA MÁLSBÓTA að gagnkvæmt ástarsamband var á milli hans og stúlkunnar.  Ég spyr : getur verið ástarsamband á milli kennara ( aldur hans kemur ekki fram en ég geri ráð fyrir að hann sé nokkuð yfir tvítugu ef ekki eldri) og nemanda sem er TÆPLEGA þrettán ára ?   Og þó svo nemandinn væri 14 eða 15 ja eða 16 ára.

Ég kalla þetta barnaníð og ekkert annað !!!

Út í hvaða móa eru dómsstólar hérna eiginlega.  Og hverjum er verið að hlífa þegar nafn mannsins er ekki birt í dómnum ??  Hvaða reglur segja hvenær má birta nöfn og hvenær ekki ?

Arggggggggg

 


Helgin...

Lúkas...var auðvitað stórfengleg,- eins og við er að búast svona rétt fyrir jól.  Á laugardeginum fórum við Lúkas út á Þelamörk og fundum hið eina sanna jólatré.  Kolfreyja vildi miklu heldur vera heima og leika við Tótu frænku sína sem var í heimsókn.  Dásamlega notalegt hjá okkur Lúkasi í skóginum.  Síðan var staðið við stóra planið......og sunnudeginum eytt sem svífandi hindar og hjörtur í Hlíðarfjalli.  Enn og aftur........bara dásemdin ein.  Mikið er lífið skemmtilegt ;)

Setti inn örfáar myndir af famelíunni,- bæti síðan vonandi við einni og einni. En á þessari mynd má semsagt sjá Lúkas Björn að saga hið eina sanna jólatré sem mun prýða híbýli okkar um jólahátíðina.


Mín kæra Sara

Allt frá því herrans ári 1994- þegar Guðný systir kynnti hinar stórfenglegu Sörur Bernhards fyrir okkur hjónaleysunum þá í undirbúningi brúðkaups okkar- höfum við bakað Sörur fyrir jólin.  Alveg sama hvað annað hefur setið á hakanum eða breyst- allar aðrar smákökur, laufabrauðið keypt tilbúið úr búðinni, ekki farið í messu, rjúpur ekki til og hvað eina.  Sörurnar eru hinn fasti punktur jólanna hjá okkur.  Í ár er engin undantekning og ég bakaði Sörur í vikunni.  Notaði sömu góðu uppskriftina frá Guðnýju sys,- úr Gestgjafanum 1987.  Engu breytt út af frekar en vanalega. Nema reyndar þá gerði ég aðeins tilraun með kremið.  Í eina possonina ( af fjórum) setti ég slurk af koníaki !!  Ammi, nammi.  Þetta verður gert aftur.  Síðan komu hér tvær góðar kvinnur á föstudagskveldið og við sátum við í nokkra klt. við að setja á Sörurnar.  Spiluðum jólalög, kertaljós, rauðvín og súkkulaði.  Getur lífið verið betra ?

Sörur úr Gestgjafanum 1987

200 gr fínt malaðar möndlur ( eða möndluflögur sem kona mylur síðan enn betur)

3 1/4 dl. flórsykur

3 eggjahvítur

Eggjahvíturnar stífþeyttar.  Flórsykur sigtaður og möndluflögurnar settar út í hann og síðan eggjahvítum blandað varlega saman við.

 Sett með teskeið á bökunarplötu með bökunarpappír.  180 gráður í ca 15 mín. 

 

Krem

3/4 dl sykur

3/4 dl vatn

3 eggjarauður

150 gr. smjör

1 msk. kakó

1 tsk kaffiduft

Vatn og sykur er soðið saman í sýróp.  Eggjarauðurnar þeyttar á meðan þar til þær eru ljósgular.  Sýrópinu hellt í mjórri bunu saman við og hrært á meðan.  Þetta er látið kólna og síðan er mjúku smjörinu bætt út í, þeytt á meðan.  Kakó og kaffidufti bætt út í.  Þetta látið kólna, smurt neðan á kökurnar og síðan er 250 gr suðusúkkulaði brætt og kremhliðinni dýft í.

Ég semsagt geri yfirleitt tvöfalda uppskrift í einu. Mér finnst afar mikilvægt að þeyta eggjarauðurnar afskaplega vel.  Síðan geymi ég nú yfirleitt kremið í ísskáp í sólarhring áður en ég set á kökurnar.  Þá er gott að vera saman við að setja á kökurnar og dífa í súkkulaðið og láta síðan kökurnar kólna í ísskáp.   Koníakið setti ég út í kremið áður en ég setti smjörið. Ég er nú heldur ekkert alveg heilög á magninu.  Yfirleitt þarf ég nú meira af kremi en segir til um. Núna t.d. gerði ég fjórfalda uppskrift af kökum en var með sexfalda af kremi !! ( ég var líka að bara fyrir vinkonur mínar og frumburð !!)  Og ég er ekkert að mæla súkkulaðið, bræði bara 200 gr. í örbylgjunni í einu og set á og bræði síðan bara meira.....og meira...og meira.   

Kökurnar er síðan gott að geyma í frysti, taka út ca klt. áður en veislan hefst og setja þá í ísskáp.


Hablaha...

Það er nefnilega það!!  Kvótinn barasta búinn, hinir fengsælu fiskimenn bara haldnir heim og  í jólafrí eða hvað ;) 


mbl.is Hoffellið búið með síldarkvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnar gera fleira...

...en að mennta kennara sína vel.  Í Finnlandi er heildarhugsun/umhyggja í kringum börnin í skólakerfinu,- þar fá öll börn heitan mat í hádeginu sér að kostnaðarlausu ( og svo hefur verið siðan í heimstyrjöldinni síðari), ef barn þarf iðjuþjálfun/sjúkraþjálfun/talþjálfun o.s.frv. þá skilst mér að það sé tekið á því innan skólanna.  Eftir því sem mér er sagt þá er í raun hlúð að öllu í kringum hvert barn á heildrænan hátt innan skólans,- í það fer fjármagn.  Grunnhugmyndin er greinilega umhyggja og heildstæði.  Við hér erum líklega of mikið að búta börnin í sundur,- taka á þessum þætti hér og hinum þættinum þarna. 

Oft þarf nefnilega að fara aðrar leiðir en þær augljósu.   Ef barn nær hefur ekki tök á ákveðnu efni í náttúrufræði þá er ekki endilega leiðin að kenna því meiri náttúrufræði.  Það þarf kannske að gefa barninu heitan mat,- efla sjálfstraust þess og hvað og hvað.  Láta því líða vel og þá getur það lært !!


mbl.is PISA-könnun vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjóruðningur %&/#"!(*

Það er nú alveg einkennilegt að í vetrarbænum Akureyri virðist sem snjómokstur sé e-hvað sem er bara stundað á afspyrnufáum götum og afskaplega sjaldan.  Ja, nema þetta sé alveg úthugsað til þess að Akureyringar og ferðafólk skíði hér um götur og torg !! 

Í gær var sunnudagur.  Vitið þið, mér er alveg sama hvaða dagur er, það ætti að vera hægt að ryðja a.m.k. helstu götur.  Jú, jú,- langa gatan niður í bæ var greinilega rudd fyrripart dags sem og upp Gilið.  Annað varð ég ekki vör við.  Ekki einu sinni Þórunnarstræti sem er nú mikil tengibraut og liggur t.d. að Glerártorgi sem er aðal verslunarmiðstöð Akureyrar og var opin í allan gærdag.  Það var ekki einu sinni búið að ryðja Þórunnarstrætið í morgun þegar ég fór af stað skömmu fyrir klukkan 8.

Ég get pirrað mig út í hið óendanlega á þessu.  Hef búið við þá dýrðardrengi fyrir austan sem ruddu hægri, vinstri þegar það kemur snjór.  Þar búa innan við 1000 manneskjur en hér yfir 17000.  Kona skyldi ætla að þjónustustigið í götuhreinsun væri a.m.k. jafngott í stærri bænum.


Eins gott að fjallið opni...

....næstu helgi.  Ég er búin að leggja á mig þvílíkt puð um þessa helgi að annað eins hefur ekki gerst í góðra kvenna minnum.  Ísskápurinn tandurhreinn, búið að þurrka af öllu og taka til í hvurju skúmaskoti.  Já hér hefur sko verið skúrað út úr dyrum,- og ekki verður tekin upp tuska fyrr en á Þorláksmessu.  Fjórar....já FJÓRAR smákökusortir komnar á bakka.  Aðventukransinn tilbúinn, pólsku kúlurnar í gluggana, jólastyttur út um allt, Georg Jensen skraut komið í glugga sömuleiðis. 

Tilgangurinn.  Jú að njóta þess um næstu helgar að svífa sem léttfætt hind niður brekkur Hlíðarfjalls Smile

skiing_kickinghorse_lg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband