Ömmuleikur 2.hluti

Þegar á Akureyrina var komið frekar seint á laugardagskveldið....var amma Akureyri með smá trega og hugsaði til bekkjarfélaga sinna í heita pottinum hjá Jens fyrir austan. En brosið hennar Lottu og skríkirnir í Patreki þurrkuðu fljótt þann trega í burtu. Það voru mikil fagnaðarlæti þegar Lúkas stóri frændi og Kolfreyja stóra frænka hittu litlu krílin. Leikið langt fram eftir kveldi en síðan komu ömmurnar börnunum í bólið. Það gekk nú ekki alveg þrautalaust og að endingu var Patrekur fenginn til að leggjast hjá systur sinni og þá sofnaði hún á nokkrum sekúndum í bóli ömmu þýsku. Patrekur fór síðan í rúmið hjá ömmu Akureyri en um miðja nótt vaknaði Lotta og var ekki í rónni fyrr en hún kom yfir til Patreks og svaf þá lengi frameftir morgni. Dagurinn leið hratt og ljúflega og lífið fór í að kanna ókunnar slóðir í ömmu Akureyri húsi. Síðan var skroppið í göngutúr,- amma Akureyri fór og fékk lánaðan vagn hjá kunningjakonu sinni og þá var nú hægt að bamba út um allan bæ, finna fína leikvelli og leika á Hamratúni. Dýrðarinnar þorskur var steiktur um kveldið og gerð baselikumsmjersósa með og átu allir sem betur gátu. Börnin sofnuðu síðan bæði í rúmi ömmu þýsku en ömmurnar sátu lengi frameftir,- sötruðu smá hvítvín, hlustuðu á Magna og slúðruðu á sínu eigin einka máli,- ensku með íslensku og þýsku ívafi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband