Ömmuleikur 1. hluti
27.7.2009 | 22:39
Amma Akureyri og amma þýska segir Patrekur Jóhann. Og amma Akureyri og amma þýska héldu frá Akureyri til Skagafjarðar að sækja barnabörnin. Í þvílíkri hellirigningu að aldrei hefur rignt annað eins norðan heiða að mínu mati. Þýska amman varð hugfangin af íslenska landslaginu og benti og spurði og spurði. Amma Akureyri svaraði og svaraðii,- sumt sem hún vissi,- um annað skáldaði hún bara. Mesta furða að Honda smart hélst á veginum. Í Skagafirði mættum við Vrony, Kjartani og börnunum tveimur Patreki Jóhanni (3ja ára ) og Þórhildi Lottu (1.árs ) hjá bænum Bólu. Þar voru börnin borin sofandi á milli bíla í stólunum sínum foreldrnir kysstir og knúsaðir og sendir til baka til að fara á hestbak í óbyggðum og ömmurnar snéru aftur til Akureyrar með börnin. Þetta var svoldið eins og í útópískri, fellinískri bíómynd,- enska með íslenskum og þýskum hreim aðaltungumálið og amma þýska full vilja til að nema íslensku. Ömmurnar tengdust svo vel í hugum og hjörtum að amma þýska var farin að tala á þýsku við ömmu Akureyri og amma Akureyri farin að svara á tærri íslensku. Hvurt amma Akureyri skyldi þýskuna og svaraði rétt eða út í hróa hött skal ósagt látið. Þegar börnin rumskuðu,- á leið niður Öxnadalinn greip skelfing um sig.....hjá ömmunum báðum. Börnin voru aftur á móti sali róleg og tóku þessari umbyltingu með stóískri ró,- utan þess að Lotta skældi smá...kannske bara til að viðhalda umhyggju frá ömmunum tveimur. Útvarpið var sett í botn og þar söng Magni í beinni frá Bræðslunni á Borgarfirði eystra. Þýska amma heillaðist af Magna,- sérstakalega laginu um Emil í Kattholti og næsta dag hóf hún mikla leita af geisladiskum með honum. Reyndar ekkert svo mikla því hún fann tvo diska í Hagkaup á alveg spottprís.
Athugasemdir
Hehe.........góð saga
Jóna Björg (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.