Á meðan lífið er...

...fótbolti hjá mér er það Icesave hjá alþingi. ( Held það sé svoldið skemmtilegra hjá mér).  N1 mótið er alveg á fullu hér á Akureyri og Lúkas spilar og spilar,- tapar sumum, vinnur aðra og gerir líka jafntefli.  Og ég horfi á, hvet og hoppa á hliðarlínunni,- og skammta síðan öllum þessum gaurum mat, bara gaman hjá okkur.  Alþingisfólkið ræðir Icesave málið og enn og aftur er eins og að það séu bara tvö lið á alþingi.  Get ekki séð að kosningarnar í vor hafi nokkru breytt þar um,- og hin nýja borgarahreyfing sem ætlaði nú aldeilis að innleiða ný vinnubrögð á alþingi tekur upp sömu vitleysuna og hefur verið við lýði þar í alltof mörg ár.  Vera á móti,- bara af því að þau eru ekki í stjórnarliðinu !!  Mér finnst með ólíkindum ef að Icesave verður afgreitt með atkvæðum stjórnar á móti stjórnarandstöðu.  Trúi ekki öðru en að e-hverjir í stjórn séu ekki sammála samningnum,- og að einhverjir í stjórnarandstöðu séu sammála honum.  Enn og aftur,- þoli ekki þessa liðsskiptingu á Alþingi.  Það er mjög eðlilegt að hafa liðsskiptingu hér á N1 mótinu,- en alþingi Íslendinga á ekki að vera í þeim gír, hvað þá á þessum tímum.  Verðum að vinna saman að því að rífa landið okkar út úr þessari "kreppu", þetta er ekki fótboltaleikur !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðstjórn.... er það ekki eina sem gæti reddað okkur!

Gunna (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband