Ef ég treysti einhverjum....
18.6.2009 | 23:20
....þá treysti ég Steingrími. Tek þó skýrt fram að hann hlaut ekki atkvæði mitt í kosningunum ( en hefði samt ekkert skammast mín þó ég hefði gert það,- fannst bara annar kostur betri). En honum treysti ég manna og kvenna best til að leiða þennan samning til lykta. Ísland verður að standa við skuldbindingar sínar hvort sem okkur líkar betur eða verr og það er morgunljóst að Steingrímur lúffar ekki fyrir neinum eða neinu og nær fram eins hagstæðum samningi og við mögulega gætum fengið. Guði sé lof að þeir aðilar sem komu okkur í þennan ískalda klaka eru ekki við stjórnvölinn núna,- eða samflokksfólk þeirra.
Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jesús kona! Hvað hefur Steingrímur verið uppvís að mörgum "missögnum" síðustu vikur? Maðurinn er jarðfræðingur og hann hefur án efa verið í vandræðum með samninginn úr því að lögfræðingar eiga fullt í fangi með hann. SJS var alfarið á móti Icesave fyrir nokkrum vikum. Hvað breyttist? Kallinn er umskiptingur og enginn getur treyst þeim.
Soffía (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 23:31
Hvað segja þjóðsögurnar um umskiptinga?
Það er allavegana komið í ljós að hægt er að treysta því að Steingrímur kemur ekki með neinar nýjar lausnir. Ég held að allar þær lausnir sem hann hefur bent á séu áratuga gamlar og margreyndar og aldrei gengið.
Oddur Helgi Halldórsson, 19.6.2009 kl. 14:27
Hmmmm, eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag.........þá treysti ég engum
A.M.K. ekki ef hann starfar innan einhvers stjórnmálaflokks !
Jóna Björg (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.