Pikkhraðinn...
6.6.2009 | 00:15
Ég var e-hvað að pikka í tölvunni í gær og Kolfreyja mín var alveg agndofa yfir hraðanum ( sem er nú ekkert ógurlegur) og vildi endilega að ég lokaði augunum og pikkaði og ég hlýddi því ( bý að fingrasetningunni sem ég lærði í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar hjá Ernu minnir mig). Kolfreyju fannst þetta alveg aðdáunarvert og spurði hvurs vegna ég pikkaði svona hratt,- ég sagði henni að ég hefði verið dugleg að æfa mig og svo mætti nú ekki gleyma því að í vinnunni minni þyrfti ég að skrifa töluvert. Já, sagði Kolfreyja......pabbi vinnur ekkert mikið við tölvur er það ?
Athugasemdir
Hahahaha bara fyndið !
Jóna Björg (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 20:33
Bara smá kvitt fyrir innlitið
Jóna Björg (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.