Helgarblogg
9.5.2009 | 11:30
Þetta fer nú að verða svona helgarblogg,- alls ekki daglegt blogg ;) hvað þá daglegt brauð.....hehe
Í allan fyrravetur og í vetur hefur verið svonefndur SMT-stýrihópur starfandi í vinnunni minni. Við hittumst vikulega og gerðum reglutöflu, kennsluleiðbeiningar fyrir reglur, útbjuggum umbunarspjöld ( Vita- sem stendur fyrir virðing og tillitssemi) og ég veit ekki hvað og hvað. Í gær var síðan loksins hittingur utan vinnu. Sirrý bauð heim í Vaðlaheiði,- ég splæsti hreindýri og humri,- Sirrý gerði madeirasósu með og það var alveg magnað !! Döðluterta á eftir,- ein hin besta sem ég hef á æfinni smakkað. Er búin að biðja Sirrý um uppskrift og kem henni hingað ef hún leyfir. Ætluðum í heita pottinn en það var stórhríð úti þannig að við sátum bara inni og tjöttuðum fram eftir nóttu,- bara gaman ;)
Núna bíður mín lokahnykkurinn á stundatöflu næsta vetrar,- alltaf erfiðir þessir síðustu tímar sem þarf að bora inní......langar líka út í sveit að skoða litlu, sætu lömbin,- og Diddu ;)
Athugasemdir
Oh, þú ert alltaf að borða eitthvað agalega girnó! Það var gaman að rekast á þig á torginu um síðustu helgi, alltaf gaman að sjá falleg, brosandi andlit og skemmtilegt fólk! :)
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 11:50
Spennandi þetta SMT - erum að reyna að koma því á fyrir austan.
Hlakka til að sjá uppskriftina af djöflatertunni - hafðu það sem best
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 9.5.2009 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.