Snjáldurskinna !!

Ótrúlega margir virðast vera á snjáldurskinnu,- og ótrúlega margir virðast vera með neikvætt viðhorf til snjáldurskinnu.  Ég heyri ýmsar sögur um hjónaskilnaði sem verða vegna snjáldurskinnu,- um fólk sem er svo gjörsamlega háð snjáldurskinnunni að það varla getur sofið né borðað og varla unnið.  Þegar ég inni viðmælendur mína eftir nánari útskýringum....svosem...hvur? og hvar?  Þá verður fátt um svör. Ja, ég heyrði þetta bara, já og svo er fólk að setja allskonar inn eins og ...var að baka...kvöldmatur o.s.frv. sem engum kemur svosem við.  Hvað er málið?  Er ekki allt í lagi að fólk skrifi að það baki,- borði,- hoppi,- sofi.  Ég á nokkur hundruð vini á snjáldurskinnu og hef hingað til ekki orðið vör við að snjáldurskinnuvinir mínir hafi skilið unnvörpum,- eða missi svefn og heilsu eða sinni ekki vinnu og fjölskyldu.  Mér finnst aftur á móti mjög gaman að vera í meiri tengslum við systur mínar,- vita hvað þær eru að bralla svona dags daglega....og síðan er svo auðvelt að senda póst á þær allar í einu. Mér finnst líka mjög gaman að vera komin í meiri tengsl við ættirnar mínar,- skólasystkini úr grunnskóla- gamla sveitunga,- fyrrum frábæra nemendur mína,- og samkennara og að ég tali nú ekki um ættingja í Ammeríku og fyrrum vinnufélaga á MF Norrönu sem margir hvurjir eru Færeyingar og ég hef ekkert samband haft við síðan í þá gömlu, góðu, veit fyrir víst nú að þegar ég fer til Færeyja þá fæ ég góðan kaffisopa á mörgum heimilum...... og að skoða myndirnar hjá öllum þessum snjáldurskinnvinum mínum,- bara tær snilld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér. Hef heyrt sömu sögur og þú.

Reyndar segir minn elskulegi eiginmaður að ég eyði of miklum tíma á snjáldurskinnunni en ég held að hann sé bara afbrýðisamur!!!!

Hann talar um "meðferðir" fyrir snjáldurskinnusjúka. ;o)

Kveðja til þín litla sys. Guðný.

Guðný S. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband