Sjálfstæðu ríki?

Alveg finnst mér með ólíkindum þetta tal um sjálfstæði og ósjálfstæði.  Dettur e-hverjum í hug að Danmörk sé ekki sjálfstætt ríki,- eða Bretland,- Frakkland,- Þýskaland o.s.fv. Samt eru þessi ríki í Evrópusambandinu.  Ég held að Ísland hljóti að verða áfram sjálfstætt ríki þó það gangi í Evrópusambandið,- það er ekki verið að tala um að við afsölum okkur sjálfstæðinu frekar en þau ríki sem nú þegar eru í Evrópusambandinu !!
mbl.is Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ísland er mitt á milli EU og NAFTA sem er einstakt tækifæri!

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.4.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæl Þórhildur.

Afstaðan til inngöngu Íslands í Evrópusambandið er  eins og við vitum bæði mikið alvörumál. Það dylst þér varla að aðildarríki ESB afsala sér með inngöngu í sambandið drjúgum hluta af fullveldi sínu sem er hluti af því að teljast vera sjálfstæð þjóð. Evrópusambandið hefur allt frá stofnun sinni stefnt að samruna í átt að sambandsríki og er komið nokkuð áleiðis þótt andstaðan sé víða mikil eins og vel hefur komið í ljós í þau fáu skipti sem látið hefur verið reyna á þjóðarvilja.

Ég er mjög undrandi á keyrslu Samfylkingarinnar í þessu máli og það á afar ómálefnalegum forsendum og án þess að upplýsa sitt fólk um lögfylgjur og afleiðingar aðildar.

Það bendir líka flest til þess eins og Jón Bjarnason bendir á að Samfylkingin sé einangruð í þessu stefnumáli sínu. Meirihluta þarf að sjálfsögu á Alþingi til að ákveða að sækja um aðild að ESB og ég sé hann ekki koma upp úr kjörkössunum innan skamms.  - Bestu kveðjur

Hjörleifur Guttormsson, 13.4.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband