Feiknafasani !!

Hann var svo góður.....

Einiber,láviðarlauf,basil og villikryddið góða frá Pottagöldrum steytt saman og nuddað á fasanabringurnar.  Slurkur af rauðvíni hellt yfir og þetta látið bíða frameftir degi.  Bringurnar veiddar uppúr og brúnaðar í smjöri á snarpheitri pönnu.   Taknar af pönnunni og beikoni vafið um hvurja bringu og síðan smjördeig þar yfir ( ég keypti það bara út í búð og flatti hvurja köku dulítið út þannig að hvur kaka passaði fyrir tvær bringur).  Skellt í heitan ofn,- í smátíma, fylgjast bara með smjördeiginu ;) 

Við Hjörtur frændbróðir gerðum geggjaða sósu með.  Sneiddum heilan lauk í smátt og mýktum í smjöri og ólífuolíu á pönnu.  Út í það settum við löginn af fasananum og síðan rjóma og nautakraft.  Dágóður slatti af rauðvíni þar við og salt. Þetta smökkuðum við síðan til og ég lýg því ekki að þessi sósa er bara æði !!!

Sætar kartöflur sneiddar smátt,- fullt af hvítlauksrifum, rauðlaukur brytjaður við og sveppir ( ég átti sveppi sem við hjónin týndum í Kjarnaskógi í haust- en annars hefði ég notað kastníusveppi).  Olía yfir og salt og bakað í ofni.

Klettasalat, lambasalat, steinselja, gúrka, paprika og cammerbertostur var uppistaðan í salatinu !!

Þetta er svooooo gott.  Fasaninn lungamjúkur og þokkalega safaríkur !!  Ég var búin að kvíða því svolítið að hann yrði alltof þurr og bara eins og pappír,- en beikonið reddaði því alveg.  Yndislegur villikeimur.........og eitt og eitt hagl !!!

fasani

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir okkur, fasaninn var hreinasta lostæti og helgin einstaklega skemmtileg

Albert Eiriksson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 08:17

2 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Maður fær bara vatn í munninn.....

Guðmundur Bergkvist, 24.3.2009 kl. 14:18

3 identicon

Ummmm, þetta hljómar vel !

Jóna Björg (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 18:33

4 identicon

Dísús hvað þetta hljómar vel!!! Ég er bara orðin svöng að lesa þetta... :)

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband