eftirsjá
8.3.2009 | 17:13
Að mínu mati er heilmikil eftirsjá af Ingibjörgu Sólrúnu úr pólitík. En hún verður náttúrulega að setja sjálfa sig í fyrsta sætið og hún metur það þannig nú að hún hafi ekki þann kraft sem þarf. Auðvitað þarf líka kraftmikinn einstakling til að leiða flokkinn. Mér finnst reyndar góð hugmynd að forsætisráðfreyju/herraefni flokksins sé ekki sama manneskjan og forynja/formaður flokksins. Þá getur hvor um sig einbeitt sér að sínu mikilsverða starfi. Ég held að Dagur og Jóhanna verði mjög öflugt teymi og vona því að hann fari í formanninn !!!
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta skarð verður illa fyllt, er ég hrædd um og mikil eftirsjá í hugum margra.
alla (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:44
Hjá mér sveifluðust tilfinningarnar á milli þess að ég var reiður við ISG eða ég vorkenndi henni. Persóna sem lendir í svona miklum ólgusjó tilfinningalega, eins og veikindi eru, á alls ekki að vera í þessarri aðstöðu. Hún á ekki að voga sér að vera með fjöregg þjóðarinnar í höndunum og ISG átti auðvitaða að vera nógu greind til að sjá það sjálf miklu fyrr. Eða hún átti að eiga nógu góða vini til að benda henni á þetta. En betra er seint en aldrei. Allur þessi farsi lýsir þessum flokki mjög vel. Ekki er þetta lið hátt skrifað hjá mér.
Oddur Helgi Halldórsson, 9.3.2009 kl. 20:29
Knús og kram á ykkur.
Jóhanna Kristín Hauksd (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.