Samansaumuð...

...altsvo ekki ég !!

Á ferðalagi okkar til Lundúna gekk allt ljómandi vel,- nema Kolfreyja var ekki alveg með á nótunum.  Hvort hún gerðist viljandi óhappakráka til þess að við færum ekki út veit ég ekki en hitt veit ég að á laugardagskveldinu hljóp hún á vegg heima hjá frænku sinni á Blönduósi og þurfti að fara með hana til læknis og sauma tvö spor í hausinn. Á sunnudeginum vorum við nýkomin til Kjartans Þórs í Hveragerði þegar hún fór að bjástra nálægt e-hverju glerbroti ( að klappa hundum) og skar sig á únlið,- þá var farið til læknis á Selfossi sem saumaði 4 spor þar.  Hún var mjög keik þegar hún leit á doxann þar og sagði,- ekkert mál, ég var saumuð á Blönduósi í gær og fannst það ekkert vont...........

Gott að við fórum út á mánudagsmorgninum,- annars hefði það sjálfsagt verið 6 spror í fótinn !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jedúddamía, er daman svolítill hrakfallabálkur ? Eins gott að þið sluppuð úr landi stórslysalaust !

Jóna Björg (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Þetta er ótrúlegt - en hún hefur ekkert þurft að athuga hvernig breskir læknar væru í saumaskapnum????

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 3.3.2009 kl. 08:08

3 identicon

Uss, hún er nú soddan hörkutól þessi stelpa, lætur ekki nokkur spor hafa á sig áhrif :-) Gott samt að þið yfirgáfuð hana áður en sporin urðu fleiri...

Helga S (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband