Helga Vala....
20.1.2009 | 17:47
.....sterk og flott. Þetta er náttúrulega ekkert annað en veruleikafirring,- að ræða um hvort kaupa megi vín í matvöruverslunum á meðan efnahagslífið brennur !!!
Þjóðin var í Alþingisgarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi kona þarna varð sér til skammar. Það er náttúrulega uppeldislegt vandamál þegar barnið manns er handtekið í óeirðum. Hef enga samúð með þessum vitleysingjum sem létu gasa sig þarna og höfðu ekki vit að koma sér í burtu.
Og á léttari nótum. Vín í matvöruverslanir er kreppuráð. Ódýrt áfengi og tóbak kom Rússum í gegnum kreppuna og allir happy.
Jonni (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:51
Jonni er íhaldið búið að heilaþvo sig ínn að beini ?
Guðjón Ólafsson, 20.1.2009 kl. 17:56
Blessaður Guðjón. Ég er nú ekkert íhald per se. Ég bara styð lögregluna í þeim verkefnum sem henni eru falin þegar einhverjir vitleysingjar eyðileggja mótmæli fyrir fólki með ofbeldi.
Jonni (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 18:00
Hárrétt hjá þér Jonni. Þessi kerling á bara að skammast sín og ekki verið að auglýsa það í fjölmiðlum hversu ömurleg móðir hún er. Hún getur svo ekkert sagt að þetta sé þjóðin, þetta er bara andskotans skrýll og þau tala bara ekkert fyrir mína hönd.
Fólk á svo ekkert að væla yfir gasinu, það á bara að hafa vitið til þess að fara frá þegar LÖGREGLAN segir það. Ef þau gera það hinsvegar ekki þá á það gasið skilið.
Bloggari, 20.1.2009 kl. 18:03
Þannig að þingmenn eiga ekkert að ræða neitt ótengt efnahagshruninu á meðan því stendur? Fólk sem heldur slíkt fram hlýtur að eiga mikið bágt. Og btw, áfengisaðgangur í matvöruverslanir hefur áhrif á efnahagslifinu.
MacGyver, 20.1.2009 kl. 18:05
Það er furðulegur misskilningur hjá hópi mótmælenda að það hafi einhvern frest til að færa sig sig þegar lögreglan biður um það...
Það virðist ekki færa sig fyrr en úðabrúsinn er kominn upp... en gefur sér samt góðan tíma og reynir að fara eins mikið í taugarnar á lögreglunni og það getur
Og er svo steinhissa þegar það fær úðann á sig og vælir "en við vorum að færa okkur"
Ef að þau væru að færa sig skv tilmælum lögreglu... þá væri ekki verið að úða á það... það er svo einfalt
Kristmann (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 18:13
Vá hvað fólkið sem svarar hér er veruleikafirrt - þið gerið ykkur greinilega ekki grein fyrir því hvað ástandið er alvarlegt
Helga Vala var flott og mér finnst ljótt af ykkur að gera lítið úr henni sem móður - þoli ekki að horfa upp á endalausa persónuníð á fólk sem þorir að standa upp og segja sannleikann - skamm bara.
Birgitta Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 18:21
Gera lítið úr henni sem móðir? Ég var að kommenta á það sem hún sagði sem var ótrulega þroskaheft og ég skil ekki hvernig ein einasta sál getur ekki skilið hvers vegna mál ótengd efnahagshruninu geta verið rædd á Alþingi
MacGyver, 20.1.2009 kl. 18:25
Vafalaust má gera ráð fyrir að Helga Vala hafi endurspeglað það hópeðli sem brýst fram við svona aðstæður. Manneskjan getur varla meinað það að lögreglan sé ekki í rétti sínum að fylgja eftir lögum og reglu. Múgæsingur af því tagi sem einkenndi orð hennar er ekki til eftirbreytni en í gegnum reiðina og hneykslunina komu fram forvitnilegar staðreyndir um það hve erfitt er að vera í samstarfi við stjórnmálaafl sem er ofurselt skoðanakönnunum og ofurtrú á eigið ágæti.
Ólafur Als, 20.1.2009 kl. 18:33
Sæl Helga mín.
Alveg sammála þér. Mér finnst hún Helga Vala reyndar bara nokkuð stillt miðað við að barnið hennar var þarna í fjötrum á bakvið.
Alveg finnst mér merkilegt hvað sumt fólk á erfitt með sig þegar tjáir sig gegn mótmælunum og þá sérstaklega með upphrópunum og hótunum. Tek undir með Birgittu í hennar gagnrýni.
Mér þætti athyglisvert að heyra frá afstöðu þessa "gegn mótmælum" fólks með hvernig aðferðum lögreglumennirnir sprautuðu piparúðanum. Sést t.d. greinilega í myndskeiði hjá mbl.is miðað er og sprautað beint í andlitið á blaðamanni sem var einnig einungis að vinna sína vinnu.
Ignito, 20.1.2009 kl. 18:34
Hver er á móti mótmælum hérna? Hver hefur hótað hverjum?
Ef blaðanninum var ásamt öllu hinu fólkinu beðin að fylgja eftir fyrirmælum lögreglu, þá skiptir varla máli hvort hann var að vinna vinnu sína eða ekki eða hvort þetta væri Guð sjálfur, það á hreinlega að fylgja eftir fyrirmæli lögreglu.
MacGyver, 20.1.2009 kl. 18:42
Ég hef svosem ekkert á móti því að það sé rætt á Alþingi hvort eigi að selja vín í matvöruverslunum.....en mér finnst ekki að það ætti að vera málið á fyrsta degi sem alþingi kemur saman eftir jólafrí árið 2009. Það gjörsamlega úr takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu okkar, á meðan fullt af fólki er að missa vinnuna, verða gjaldþrota, krónan marrandi í hálfu kafi og hvur skandallinn rekur annan í bankageiranum ( Haarde...eða hvað?)sáluga !!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:00
Mér finnst ótrúlega smart þegar eitthverjir ofvitar gagnrýna mótmæli. Þetta er eins og að standa við rætur foss og bölsótast yfir hávaðanum í honum. Þetta er náttúrulögmál. Ef stórum hópi fólks er missboðið eða er fótum troðið af yfirvaldinu þá brýst það út með reiði og úr verða mótmæli. Þetta er náttúrulega einföldun af minni hálfu og geri ég það til þess að þessir heiðursmenn ná alveg örugglega því sem ég er að skrifa. Menn sem gagnrýna persónu Helgu Völu og mótmælendur sem hylja andlit sín, huldu höfði á bloggsíðum mega alveg steinhalda kjafti og drullast til að horfa í spegil og taka sjálfa sig ærlega í gegn, á meðan þeir sem vilja raunverulega breytingu fyrirkomandi kynslóðir berjast fyrir okkur. Ég tek ofan fyrir þessum ungu hetjum sem voru handjárnuð og guantanamoseruð fyrir framan alþjóð í dag. Þau höfðu ekki aldur til að kjósa þetta helvíti ekki yfir sig. Heldur voru það örugglega menn eða mýs öllu heldur eins og Jonni og MacGyver sem gerðu það.
Aukvisinn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 19:09
Sammála með HVH! Held hún megi tjá sína skoðun og reiði, finnst það bara mjög eðlileg krafa.
Anna Sigga, 20.1.2009 kl. 19:54
Þingmenn virtust alveg næstum geta útilokað það sem fram fór fyrir utan glugga Alþingis í dag.Ein af tillögum á Alþingi var um það hvort það ætti að leyfa sölu á áfengi í matvörubúðum.?Að hugsa sér þvílík veruleikafirring á þessu déskotans íhaldspakki og fremstur þar í flokki fer Sigurður Kári Kristjánsson íhaldsplebbi.Fyrir hverja er hann að vinna?Er hann að vinna fyrir vínheildsalana?Hverjir hafa styrkt hann og verið í hans liði,á Alþingi í þessum fáránlegu tillöguflutningi.Nei takk ekki er ábætandi á ástandið líkt og það er í dag,áfengi í Matvörubúðir NEI Takk.BURT með Sigurð Kára Kristjánsson Davíðsoddsonarsleikjupinna.
Númi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:43
Hvort finnst fólki miklilvægara að boðað sé til kosninga eða að einhverjir séu ekki að hegða sér þóknanlega á mótmælum?
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:01
"Hvort finnst fólki miklilvægara að boðað sé til kosninga eða að einhverjir séu ekki að hegða sér þóknanlega á mótmælum?"
Mér finnst mikilvægast að fólki fylgji lögum. Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.
MacGyver, 21.1.2009 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.