Einsleitur hópur !!
18.1.2009 | 13:20
Mér þykir afar dapurlegt að horfa á þessa mynd af formannsframbjóðendum. Þetta er svona eins og klón hvur af öðrum. Allir fimm virðast vera á svipuðum aldri,- af sama kyni,- af sama kynþætti,- jafnvel af sömu ætt amk. er sami hárlitur á þeim öllum ( pínu blæbrigðamunur ), nota sama rakarann ( allir skegglausir og klipping mjög keimlík), versla föt í sömu búðinni.................og svei mér þá ef þeir hafa ekki allir sömu skoðun !!
Skiptir nokkru hvur verður fyrir valinu ?
Framsóknarmenn kjósa formann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski þessi framsóknarfatasamningur BI nái lengra en bara að fötunum???
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 18.1.2009 kl. 13:43
Góð.....Jónína,- var e-lega búin að gleyma því...en auðvitað hafa þessir fimm gengið inn í þann samning ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 18.1.2009 kl. 13:57
Klisja... Afhverju eru konur á blogginu svona uppteknar af því að gagnrýna hvíta karlmenn á miðjum aldri . Afhverju eru þær ekki heldur að gagnrýna kynsystur sínar fyrir það að fara EKKI í framboð ? Spyr sá sem ekki veit.
Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 14:00
Gunnar,- er þetta ekki einmitt gagnrýni á það hversu einsleitur þessi hópur er......ég er ekki að gagnrýna þá fyrir að fara í framboð heldur einmitt frekar að segja frá þeirri skoðun minni að það vanti fjölbreytni .....aldur,kyn,kynþátt !!!
Hvar er eldra fólkið,- konurnar,-rauðhausarnir.......? og auðvitað er það ekki þessum fimm að kenna,- þeir þorðu !! En hvursvegna þorðu ekki hinir?
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 18.1.2009 kl. 14:36
Einhvern veginn verða þeir að nota 20 milljónirnar sem þeir fengu í fatasjóðinn fyrir Reynisvatnsásinn.
Sigríður Jósefsdóttir, 18.1.2009 kl. 15:22
Hæ, er ekki sammála því að útlitið er svo sannarlega ekki allt, er eiginlega ekki neitt þegar allt kemur til alls. Þú ert ekki eins og allar brúneygðar, brúnhærðar jafnöldrur þínar. En ekki skil ég Valgerði ekki að fara ekki í framboð.
Steinvör (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.