Hvað er jólaskraut?
30.11.2008 | 22:31
Varð yfir mig glöð í morgun þegar ég sá auglýsingu frá Húsasmiðjunni/Blómaval ( Blómasmiðjan !!) um 20 % afslátt af ÖLLU jólaskrauti í dag. Í gær uppgvötaði ég nefnilega að Ikeakransinn logaði bara á 1/4 og því var kjörið tækifæri að finna nýtt jólaskraut í eldhúsgluggann. Ég lagði að sjálfsögðu leið mína í Blómasmiðjuna og eftir mikið puð við að finna hið rétta skraut ( Það var sko puð því að gluggajólaskrautið hangir allt uppi á einum stað til sýnis en ekkert er vísað í hvaða hillu má finna skrautið) þá skeiðaði ég að afgreiðslu ( valdi geysifagra jólastjörnu) . Þar var mér tjáð að afslátturinn gilti ekki fyrir stjörnuna því hún væri ljós og það hefði verið tekið fram í auglýsingunni að jólaljós væru ekki á afslætti. ALLT jólaskraut er semsagt ekki jólaljós !! Ég vildi nú ekkert fara að rengja drenginn en mundi ómögulega eftir þessu og sagði í hálfkæringi að það hefði þá vísast verið mjög smátt letur. Keypti því ekki neitt....þarna heldur fór í Hagkaup og fékk fína jólaljósakúlu á 30% afslætti ( þar telja þeir semsagt að jólaljós sé jólaskraut ;) . Þegar ég kom heim þá fletti ég Fréttablaðinu aftur, fann auglýsinguna á bls 23 og sorrý,- ég finn bara ekki þetta um jólaljósin séu ekki jólaskraut !! Það vantar alveg í mitt blað. OK ég veit ég þarf lesgleraugu en ég brúkaði þau,- pússaði og alles.
Á morgun ætla ég að fara út í Húsasmiðju/ Blómaval með auglýsinguna og reikning fyrir bensíni og þeim tíma sem ég eyddi við að eltast við PLAT auglýsingu !! og fer síðan aldrei aftur í þessa búð.
Að öðru leyti átti ég ljúfa helgi,- bakaði eins og berserkur í gær....kornflexkökur,Sörur og súkkulaðibitakökur. Skreytti smá,- og tók til,- og síðan komu góðar stöllur mínar hingað og við settum á Sörurnar í gærkveldi, slúðruðum og sötruðum rautt. Í dag var hin mesta leti í gangi,- bara smá konfektgerð og síðan semsagt klukkutímaeyðsla í helv....HúsaBlómasmiðjuvali.
Alveg elska ég Sommerþættina ;)
Athugasemdir
Ég er búin að sjá þá alla + næstu syrpu - það segi ég satt. Og ég er líka búin að sjá Berlínaraspirnar og Kuðungakrabbana í NRK1. Það eru meiriháttar þættir.
Imba
Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:02
Hæ elskan og hvað væri gaman að vera þarna hjá þér og slúðra soldið en ég gæti sötrað kaffi og borðað sörurnar :-)
Já það verður gaman að fá að vita hvað þeir segja þarna í Húsasmiðjunni en í mínum huga er þetta allt jólaskraut en það er allt gert til að komast hjá að gefa afslátt.
Knús á ykkur.
Jóhanna Kr. Hauksd (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.