Finn ekki....
29.11.2008 | 00:42
...aðventuljósið mitt. Ég er búin að snúa öllu við í geymslunni ( mæ ó mæ hvað okkur tekst að hafa mikið af dóti í þessari geymslu) og hef rekist á ýmislegt sem ég hélt að væri löngu komið á haugana. Hef fundið þrjá ( já, segi og skrifa ÞRJÁ) jólakassa, en í þeim eru bara jólakúlur, jólastyttur, englahár, jólagluggatjöld ( þau fara upp á sunnudag), jólakort, jólaljós.......en ekki aðventuljósin sem hún mamma mín gaf mér fyrir löngu síðan. Nú sit ég í bökunarilminum umvafin englahári og jólakúlum og snökta yfir aðventuljósaleysinu !!!
Athugasemdir
ÆÆ, þó að bökunarilmurinn sé góður, þá bætir ekkert upp aðventuljósin :(
Þú hlýtur að finna þau þegar þú ferð að leita að útilegudótinu næsta sumar :)
Helga S (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 21:40
Hæ hæ
Það er ár og dagar síðan ég hef lítið inn á síðuna hjá þér. Enda hef ég ekki opnað tölvuna mína síðan í vor. Ég er í sama barsli og þú nema ég fynn ekkert sem tilheyrir aðventukransinum mínum, það hefur allt gufað upp í geymslunni ásamt fleirru. Ég hef verið að pirra mig á því að aðventukransinn er ekki kominn á sinn stað. Nú er Ásta Kristín að fara í gegnum allar geymslurnar (ég er búin að fara 2x í gegnum þær) en hún hefur ekkert fundið en þá.
Hafið það sem allra best kveðja frá heimilisfólkinu á Reykholti
Ásta Eggertsd (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.