Saltfiskur
11.11.2008 | 22:02
Ammi,namm. Mundi það þegar ég spjallaði við stærstu systur í kveld að ég hafði fyrir ansi margt löngu lofað Jóni Áka næstummági mínum girnilegri saltfiskuppskrift.
Kæri Nonni: hér er uppskriftin !!
Spænsk sósa:
Hvítlaukur, rauðlaukur, gulrót og paprika er saxað smátt og steikt í olíu. Timjan, rósmarín sett í og kryddað með s+p. smá hvítvín og smá rauðvín er sett út í og allt látið sjóða niður. 1 dós af niðursoðnum tómutum bætt við og kjúklingakrafti. Mallað í hálftíma. ( Best semsagt að gera þetta fyrst og snúa sér síðan að saltfisknum....láttu Siggu sjá um kartöflurnar á meðan ;)
saltfiskur ( best að nota hnakka) steiktur við háan hita með roðið niður í 3-4 mín og síðan í 1 mín á flegnu hliðinni ;) Kryddað með svörtum pipar og hvítlauksolíu.
Kartöflur afhýddar og helmingaðar, skera rákir djúpt í. Sett í eldfast mót og hvítlauksolía yfir, oreganó, svartur pipar og auðvitað Maldon salt ( fæst það í Köben?). Setja líka slatta af smjöri á hvurja kartöflu ( ekkert létt og laggott hér). Skellt í 180 gráðu heitan ofn og látið mallast í ca 1/2 tíma. Gott að ausa smjörinu yfir af og til Sigga mín á meðan þú færð þér rauðvínsdreitil.
Þessu er síðan öllu blandað saman á disk,- og ofboðslega gott að drekka rauðvín með.
Ég lofaði líka Guðnýju stærstu sys uppskrift sem Bogi mallaði í kveld.
Hvítlaukur, rauðlaukur og paprika skorið niður. Mýkt á pönnu,- lasagnesósa sett út í ( alveg góður slatti)og kryddað með s+p. Soðið niður í ca 15. mínútur.
Kartöflur sneiddar í frekar þunnar sneiðar og nætursaltaður fiskur skorinn í lófastór stykki. Allt sett í eldfast mót eins og lasagne,- þ.e. sósa+kartöflusneiðar+saltfiskur og endurtekið og endurtekið. Bakað í ofni í 45 mín. og ostur settur þá yfir síðustu 15 mínúturnar.
Ferskt salat bætir og gott hvítvín bæði fullkomnar og kætir :)
UMMM...ég ætla að vera eins og Nigella og laumast inn í ísskáp núna......
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Jummíjummý.. Má ég líka fámér rautt???? Fæ alltaf brjóstsviða af hvítu. kv Guðný sys
Guðný sys (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:26
Slurppppp....þetta er ekkert smá girnilegt :)
Helga S (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:29
ÉG prófa þennan saltfisk,,
kveðja
Daði Hrafnkelsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.