Tiltekt

Deginum var eytt í garðinum.  Við hjónakornin erum kannske eins og hjónin á stjórnarheimilinu,- búin að saga burt greinar sem voru brotnar og fúnar, raka saman laufblöð sem hafa fallið af trjánum og hreinsað burt allar greinar sem brotnuðu í óveðrinu um daginn.  Nú eru aspirnar okkar fínar og flottar,- það eiga þó eftir að falla fleiri blöð og þá rökum við meira.  Og við bíðum enn eftir utanaðkomandi þjónustunni sem er ætlað að taka í heilu lagi stóru öspina utan við hús,- hún er skökk og margar greinar brotnar og við viljum fjarlægja hana áður en hún skellur á húsið okkar.

Það má leika sér að líkingu við fjármálakerfið !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En munurinn er sá að þú leikur þér að þínum eignum en ekki samfélags eignum. Tja ekki veitti mér að því að sópa saman laufum bæði úr mínum garði og garði nágrannans hér að ofan sem er enginn.

Knús á þig og þína.

Jóhanna Kr. Hauksd (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband