Hughreystandi

Það var virkilega hughreystandi að hlýða á mál Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðfreyju í Silfri Egils áðan.  Hún kemur þannig fram að ég er ekki í vafa um að þetta verður allt í lagi !!  Já bara allt. 

Síðan er alveg augljóst að Agli er nú nokkuð mikið í nöp við Jón Ásgeir,- Jón greyið komst e-lega ekkert að þegar Egill jós yfir hann skítnum og leiðindunum, gat þó skotið inn á milli,- Egill, nei Egill,,,hlustaðu nú.  Mér fannst eins og Jón Ásgeir væri spyrjandinn en Egill viðmælandinn....svona miðað við hvernig Egill spýtti froðunni út úr sér og Jón reyndi að róa hann niður.  Jón kom afskaplega vel fyrir,- en hvort hann er svoddan mörður að hann nái að blekkja mig er nú ????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband