Dularfullt !!

Safnaði Dularfullubókunum sem barn !! en ég ætla svosem ekkert að fjalla um þær hér.  Heldur það dularfulla sem umvefur mig í daglegu lífi.  Hið fyrsta er náttúrulega dularfulla sokkahvarfið,- alveg stórmerkilegt hvað alltaf er mikið magn af stökum sokkum í skápum þessa heimilis !! 

Og hitt er dularfulla tölumálið.  Í hvert sinn sem ég fjárfesti í skyrtu þá þarf ég að setjast niður með nál og tvinna og festa allar tölurnar betur.  Held þetta sé ekki tengt því að ég sé neitt brjóstastór, eða að ég sé að kaupa of litar skyrtur.  Eftir að ég er búin að festa hvurja tölu,(- og trúið mér, orðið pirrandi þegar kona þarf að setja upp gleraugun sakir aldurs við nálarþræðingu)þá hanga þær á til eilífðarnóns,- með sívaxandi fjölda skyrtna í skáp mínum.  Það sem mér finnst líka enn dularfyllra er að það virðist ekki skipta máli frá hvaða verslun skyrtan er,- var í kveld að festa tölur á skyrtur úr Hagkaupum ( svört,glansndi og ferlega smart) og líka á skyrtu sem átti að kosta formúgu enda Boss ( brún, mött og ferlega smart) .  Boss-skyrtuna fékk ég reyndar á útsölu þannig að kannske hefur verslunarfólkið losað um tölurnar fyrst skyrtan var komin vel niðurfyrir 12000kallinn. 

En semsagt- skil ekkert í þessu dularfulla máli og næst fæ ég mér skyrtu með smellum ;)

button4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá, þetta með sokkana!!!. Maðurinn minn heldur því statt og stöðugt fram að þvottavélin okkar éti alltaf slatta af sokkum þegar þeir eru þvegnir!!. Ætli það sé ekki bara best að taka upp gamla og góða siði og handþvo sokkana!!!haha. Svo þetta með tölurnar, jidúdda mía, þetta virðist vera svona á öllum skyrtum og BARA öllu með tölum. Þarf að festa allar tölur áður en notað er. Ekki langt síðan ég keypti sængurverasett og ALLAR helv.... tölurnar voru lausar.Við verðum bara að vera duglegar að þræða nál og saumaójá. kv Guðný sys

Guðný sys (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband