Lundarskóli

Fengið að láni af visi.is

Skólastarf fært út fyrir kennslustofur

mynd

Í Lundarskóla hefur skólastarf nú tímabundið verið fært út fyrir kennslustofurnar. Til að hrista saman nemendahópinn þurfa yngstu og elstu nemendurnir að starfa saman hlið við hlið og mælist það vel fyrir.

Það var líf í tuskunum á skólalóð Lundarskóla á Akureyri þegar fréttastofu bar að garði. Þessa dagana standa yfir vettvangsnámsdagar sem þýða að nemendurnir yfirgefa skólastofur sínar og hefðbundið nám um sinn. Annar helmingur nemenda hafði verið skikkaður til að stunda íþróttir utan húss en en hinn helmingurinn lagði stund á listir og leiki.

Félagslega vekur það athygli að eldri nemendur þurfa á þessum dögum að blanda geði við 1. bekkinga og bar ekki á öðru en að samkomulag töffaranna í elstu bekkjunum og litlu krúttanna sem eru nýbyrjuð í skólanum tækist vel og allir væru vinir.

 

Til viðbótar frá mér;  Þetta voru alveg frábærir dagar og gaman að sjá hversu vel það heppnaðist að blanda nemendahópnum í tæplega 540 barna skóla.  Þau voru í ca 40 hópum og í hverjum hóp voru nemendur úr 1.-10. bekk.  10. bekkingar voru hópstjórar og stóðu sig með stakri prýði og ekki voru 7. bekkingarnir síðri en þeir tóku að sér 1. bekkingana.  Geggjað gaman....



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voru litlu stýrin ekki smeik við UNGLINGANA??? Kv Guðný sys

Guðný sys (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þau voru það fyrir þessa daga. En 7. bekkingar fóru inn í stofu til þeirra daginn áður,- höfðu reyndar hitt þau og lesið fyrir þau á leikskólunum í fyrra, en núna ræddu þau við þau og hver 1. bekkingur fékk 7.bekking til að styðja sig. 

Núna eru þau amk mun brattari við eldir krakkana og þekkja e-hvern í öllum árgöngum skólans.  Þetta er frábært !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 20.9.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband