Mínar kæru aspir
17.9.2008 | 18:53
Í garðinum mínum eru nokkrar myndarlegar aspir. Hafa væntanlega verið hér í 50 ár. Í gærkveldi horfði ég á þær sveigjast tignarlega í góðri golu. Í morgun voru greinar um allan garð og ein öspin ansi illa farin. Ég er því búin að eyða úlfatímanum í að tína saman greinar í garðinum og gera hinn myndarlegasta köst. Hugsa að ég kveiki nú samt ekkert í. En það er deginum ljósara að öspin við hlið hússins verður að fara,- annars brýtur hún þakið í næstu norðanátt.
Þá er bara að taka upp sögina.......
Athugasemdir
Jæja það er blessuð blíðan á Akureyri. Mér var sagt að Akureyri væri eins og Vestmannaeyjar. "ALLTAF LOGN, bara mismunandi mikið,stundum flýtir lognið sér svo mikið að jafnvel stærstu tré láta undan. Hver á að kalla "TIMBER"????? Má ég? Kv.Guðný
Guðný sys (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.