Elsku mamma

Mín kæra mamma hefði orðið 83 ára í dag. Þetta er fyrsti afmælisdagurinn eftir að hún féll frá í vor.  Er það fyrsta af öllu ekki alltaf erfiðast,- afmæli, jól, páskar o.s.frv.

ég og mamma

Þessi mynd er tekin í september 1965.  Mamma fertug með mig nýfædda !!

Elda mömmumat í kveld henni til heiðurs ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl litla sys. Mjög svo einkennilegur dagur. Ætlaði snemma í morgun að hringja í mömmu og óska henni til hamingju með daginn. Það brotnar eitthvað í hjartanu á manni á þessum dögum. Fór til þeirra, pabba og mömmu, með mínum elskulega eiginmanni og við gróðursettum nokkrar erikur hjá þeim. Kveikjum svo á kertum og rifjum upp fallegar góðar minningar frá Kolfreyjustað og Hveragerði. Kærar kveðjur Guðný sys 

Guðný sys (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 18:43

2 identicon

Elsku Helga mín

Til hamingju með daginn, já þetta eru alltaf brothættir dagar og gott er að ylja sér upp úr fallegum minningum.

Knús til þín og þinna.

Jóhanna Kr. Hauksd (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 21:56

3 identicon

Hæ, við Sigga og Jón vorum með gourmet mat hér í tilefni dagsins.  Kveðja frá Köben.

steinvor (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 09:46

4 identicon

Góðan og blessaðan 14.sept. Eru ekki tuttuguogeitthvaðár síðan þú komst í heiminn? Til hamingju með daginn litla sys.Kv Guðný sys

Guðný sys (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband