Snyrtivörur !!

Blessuð konan hefur greinilega verið heilaþvegin af snyrtivöruframleiðendum ( eins og við alltof margar) og trúað því að hún hreinlega YRÐI að nota Dr. Hauschka hreinsimjólk,- amk hreinsimjólk yfir höfuð.  Eins og vatn sé ekki nógu gott ;)  Þetta hlýtur að hafa verið í lok maí og ellilífeyririnn uppurinn.  Segir þetta okkur ekki e-hvað um upphæð ellilífeyris ?  Ekki hefur blessuð konan neinn lífeyrissjóð að leita í þar sem hún er af þeirri kynslóð sem var heima og gætti bús og barna, síðan skildi karlinn við hana sextuga og hún sér ekkert af lífeyrnum hans .  Tóm eymd og volæði ( já, ég hef ríkt ímyndunarafl ).

En án gríns,- snyrtivöruframleiðendur hafa heilaþvegið alltof margar konur,- og eru núna reyndar að hasla sér völl í heilaþvotti á karlpeníngnum ( þetta í er vegna áhrifa Laxness sem ég les núna í massavís). Og líka án gríns,- þá eru alltof margar konur með alltof lág eftirlaun og engan lífeyri því þær unnu heima og borguðu því ekki í lífeyrissjóð.

oldlady


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela snyrtivöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Gód færsla hjá thér. Audvitad er ekki í lagi ad stela úr búdum, en ég vorkenni henni samt.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 11.9.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hahaha blessuð konan.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.9.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband